Laufin - 19.12.1915, Blaðsíða 2

Laufin - 19.12.1915, Blaðsíða 2
2 L A U F I N 1. tbl. Cjrllllilllolílifl, pi'inssesísíiii íir Itiiotiimií. Einu sinni var kongur og drotning i ríki sínu. Þau áttu sér slóra höll á liáum ldetti, sem gnæfði við himinn. Konungurinn var ríkur og voldugur og drotningin ung og fögur. Alt var látið eftir henni ef það stóð í nokkurs manns valdi svo að ekkert skorti á hamingju hennar nema eitt— en það var lika það eina, sein hún verulega kærði sig um — að eignastjjlitla og fallega dóttur, en þá ósk hafði hún ekki fengið uppfylta hversu heill sem hún þráði það. Þá var það einhverju sinni að ein af þernum liennar sagði henni, að lengst úti í dimma skóginum á hak við höllina, byggi gömul galdranorn og hún gæti útvegað mönnum alt sem þeir óskuðu með fjölkyngi sinni. þegar drotningin heyrði þetta varð hún óð og uppvæg að linna kerlingu þessa og biðja liana hjálpar. Beið lnin nú þangað til kon- ungur og alt fólk í höllinni var lcomið í fasta svefn — reis þá á fætur og læddist út. Flýtir hún sér nú gegn um hallargarðinn og út í skóginn. En þar var niðamyrkur, vind- urinn þaut í trjánum, uglurnar vældu og leðurblökurnar slettu vængjunum um liöfuð henni. En drotningin hélt áfram þrátt fyrir hræðslu og kvíða, all þang- að til hún kom að kofa einum; brann þar eldur á arni og uppi yfir eldinum hékk járnpottur stór; kerling ein ófrýnileg mjög sat fyrir framan pottinn og hrærði í af ákafa. Hár Jiennar var grátt og úfið, nefið langt og mjótt, augun lítil og græn, svip- uð sem í kelti væri, en fölin óhrein og rifin. »Golt kvöld«, sagði kerling og leit á drotninguna, en hélt samt áfram að liræra í pottinum, »ert þú nú líka komin að heimsækja mig?« Drotningin var dauðþreytt af göngunni og setlist á kistu úli í einu horninu. Að slundu liðinni tók kerling ofan pottinn, setti hann á góllið og sagði; »Jæja, nú er súpan mín soðin og ég get hlustað á það, sein þú ætlar að segja mér«. Drolningin slundi upp ósk sinni hrædd og auðmjúk. (Frh.). Prentsmiöjan Gutcnberg.

x

Laufin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Laufin
https://timarit.is/publication/554

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.