Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						JÓLAPÓSTURINN
HÁTÍDARÉTTIR
Fyrr á timum þottu magálar,
sperðlar og bringukollar á jólum
hið mesta hnossgæti.
Nú er timinn annar og þótt
lambakjöt sé enn algengasta
fæðutegund okkar, hafa breyttar
geymsluaðferðir og aukin tækni
gjörbreytt matreiðslu þess. Enn-
þá eru engin jól án hangikjöts, en
lambasteikin hefur leyst bringu-
kollana af hólmi.
Rússasúpa.
4CX) g nýjar rauörófur
130 g gulrætur
200 g hvitkál
1 1/2 ms tómatmauk (soð)
1 1/2' 1 kjötsoö
3-4 dl hangikjötsoð
3/4 dl sýrður rjðmi eða nýr þeytt-
ur rjómi.
70 g hangikjöt.
Rifið rauörófurnar og gulræturn-
ar, skerið kálið mjög smátt og
sjóðiö i soöinu. Bragöbætið súp-
una með tómatmauki og salti ef
þarf. Skerið hangikjötið i bita og
látið það síöast i súpuna. Berið
rjómann fram meö súpunni.
Glóðasteiktar
lambakótelettur.
4 þykkar lambakótelettur
3 msk smjör
11/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
1/4 tsk hvftlaukssalt
Þerrið kóteletturnar  og  berjið
létt. Skerið grunnt i f itulagið á 3-4
stöðum. Penslíð með kryddblönd-
unni. Steikið i 2-3 min. á seinni
hliðinni. Berið fram með frönsk-
um kartöflum, grænmetissalati
og soðnu grænmeti.
Glóðasteikt
lambalæri.
1 lambalæri
salt pipar,
hvitlaukssalt
4 msk smjör
Orbeinið lambalærið, vef jið upp
og þræðið upp á glóðateininn.
Bræðið smjörið, blandið kryddi
saman við og penslið lærið. Setjið
teininn í samband. Fóðrið ofn
skúffu með málmpappír. Setjiö
neðst I ofninn. Steikið I ca. 1 klst.
við um 200gráður C. Penslið af og
til meö kryddblöndunni meðan á
steikingunni stendur. Berið fram
með nýsoðnum kartöflum, soönu
grænm. og kryddsmjöri, t.d. hvit-
laukssmjöri.
Hamborgarhryggur
m/osti
8 sn hamborgarhryggur
ca 1/2 cm. þykkar
2-3 msk rauðvin
8 sn Óðalsostur
Raðið kjötsneiðunum  f eldfast
mót. Hellið vininu yfjr. Leggið
ostsneiðá hverja kjötsncið. Bakið
við 250 gráður C i 10 min. Beriö
fram með  smjörsoðnu  spinati
eða soðnum kartöflum og græn-
metissalati.
Kálfakjöt
m/sveppum og osti
4 kálfakjbtsneiðar
salt, pipar, hvitlaukssalt
30-40 g smjör
200 g sveppir
1-2 dl rjómi
l 1/2-2 dl óaöalsostur
Stráið kryddi á kjötsneiðarnar og
raðið þeim ieldfast mót. Leggið
smjörbita á hverja sneið. Steikiö i
ofni við 225-250 gráður C. Hreinsið
sveppina og skerið i helminga.
Raðið sveppunum  á milli kjðt-
sneiöanna, þegar smjörið er
bráöið og kjötið er farið að brún-
ast. Steikið i 5 minútur. Hellið
rjómanum yfir og ostinum. Bakið
áfram i 10-15 min.
Berið  gott tómatsalat og  hrá-
steiktar kartöflur með.
Beinlausir
fuglar
750g nauta- eða kálfakjöt skorið i
6-8 sneiðar
salt og pipar
6-8 litla fingurstórar flesksneiðar
30-50 g smjör
3 dl vatn+súputeningur eða soð.
2 1/2 dl rjómi
2 1/2 dl hveiti + vatn
sósulitur.
Skerið kjötiö i sneiöar og berjiö
létt með hamri, stráið salti og
pipar á hverja sneið ásamt flesk-
sneið, rúllið sneiðinni saman og
festið með tannstöngli, kjötnál
eða rúllupylsugarni.
Brúniði smjöri á öllum hliðum og
hellið soðinu yfir. Látiö sjóöa viö
hægan hita (með lokið á) I 3-5
stundarf jórðunga.
Takið  kjötiö  upp  úr,  hellið
rjómanum samanviö og hræriö
hveitijafningnum varlega út  I.
Látið  sósuna  sjóða  i  nokkrar
minútur og kryddið ef þarf og liuð
með sósulit.
Takið pinnana úr eða snærið af,
leggið beinlausu fuglana i sósuna.
Berið fram með kartöflumús.
Léttreykt   lambalæri.
(London lamb).
Lærið er soðið i netinu i 30-45
min. Látið kólna og siðan er netið
tekið af. Bræddum sykri er hellt
yfir kjötið eða púðursykri stráð
yfir. Sett inn í vel heitan ofn og
kjötið látið drekka sykurinn i sig.
Kjötið siðan skorið i sneiðar og
borið fram. Eins má skera lærið i
sneiðar, þegar það er soðið og
kalt, og hella sykurbráðinni yfir
hverja sneið fyrir sig. Raðað á
rist eða i ofnskúffu og bakað eins
og að ofan segir.
Serbneskt-
hrisgrjónakjöt:
400 g. dilkakjöt (bógur)
40 g. smjörliki eða jurtaolia
1 tsk. laukur
200 g. hrisgrjón
500 g. tómatar
1 lftri vatn
salt
1 tsk. paprika
1 msk. söxuð steinselja
Kjötið er skorið i teninga og
steikt i' heitri feitinni, laukurinn
sneiddur og bætt við ásamt hris-
grjónunum, brúnað. Tómatarnir
sneiddir.bættúti ásamtkryddi og
soðið i 1 klst. við vægan hita.
1 stað tómata má nota tómat-
sósu og ýmiskonar grænmeti (t.d.
papriku og baunir), þannig
geymist rétturinn lika best i
frysti. Ath. að kryddbragðið dofn-
ar við frystingu.
Kryddaður
pottamatur
3/4 kg. dilkakjöt (smásteik)
125 g. laukur
salt
1/2 tsk. basilikum
1 nisk. kínversk soyasósa
1 dl. tómatpuré
2 dl. vatn
250 g. gulrætur
1 lftil dós ertur
Kjötið er skorið i teninga og
brúnað með lauknum. Kryddi,
ionial.su.su og vatni bætt við og
soðið 3/4 klst.
Gulrætur eru skornar i teninga
ogsoðnar með i 15minútur.Siðan
erertunum bættvið og réttlátnar
hitna.
Borið fram með hrisgrjónum.
Ekki er gott að frysta erturnar
með réttinum, heldur blanda
þeim fyrst saman við, er réttur-
inn er hitaður upp.
Lambasteik
m/gráðosti
1 lambalæri
2 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
150 gráðostur
örl. rjómi
Hreinsið læriðog núið með salti
og pipar. Hrærið gráðostinn Ut
með örlitlum rjóma og smyrjið
honum yfirlærið. Vef jið lærið inn
i álþynnu og steikið i ofni við 175
gr. C i ca. 2 klst. Takið álþynnuna
utan af lærinu siðustu minúturnar
þannig að komi aðeins brúning á
ostinn. Berið fram með soðnum
kartöflum og grænu salati.
Lambakjöt
með aspargus
og rækjum
1-1 1/2 kg. lambakjöt
1 I. vatn
2 tsk. salt
2 laukar
50 g. hveiti
1 1/2 dl. vatn
1/2 d. aspargus
1/2 d. rækjur
steinselja
Skerið kjötið i teninga 4-5 cm á
kant.Setjið ikaltvatniðog sjóðið.
Fleytið vel þegar suðan kemur
upp. Saltið og bætið aspargussoð-
inu og laukunum skornum i litla
báta saman við. Sjóðið i ca. 45-50
min. Takið kjötið upp úr. Hellið
rækjusoðinu út f og jafnið sósuna.
Siið sósuna, setjið aspargus og
rækjur Ut i. Setjið kjötiö i skál,
hellið sósunni yfir og klipptri
steinselju. 1/4 tsk. pipar yfir og
sjóðið við væganhita ica. 40 min.
Jafnið sósuna og kryddið með
kUmeni, rósmarin og mango
chutney. Bætið rjómanum i 'að
lokum. Berið fram með soðnum
hrisgrjonum.
r
Búðirnar
með góða matinn
Kjörbúðin Glæsibæ, Álf heimum
Matardeildin, Hafnarstræti 5         __
Matardeildin, Aðalstræti 9            —
Kjötbúð Vesturfoæjar,
Bræðraborgarstig43                —
Kjötbúðin Skólavörðustig 22          —
Kjörbúðin Iðufelli                  —
Kjörbúðin Austuryeri Háaleitisbraut 68 —
Sparimarkaðurinn, Austurverí
Kjörbúðin Laugavegi 116             —
Matarbúðin, Akranesi               —
Simi 85166
— 11211
— 26211
14879
14685
74555
82599
82599
23456
93-2046
Gerið góð kaup í Sparimarkaði SS
Allt í jólamaúnn
SS — gæðafæða bragðast bezt
Sláturfélag Suðurlands
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24