22 launa honum ógreiðviknina seinna. Svo fara ekki sög- ur af þeim fyrr en seinna um sumarið, að'Skúli íréttir, að síra Eggert hafi beðið síra Sigurð Thorarensen, sem þá var a Stóróifshvoli, að messa á Stóruvöllura tiltekinn sunnudag og taka sig til altaris. I vikunni fyrir þennan tiltekna sunnudag ríður Skúli upp að Stóruvöllum og gjörir írænda sínum heimboð að Bark- arstöðum í Eljótshlíð, þar sem Skúli var þá til heim- ilis. Þáði prestur boðið, og hafði Skúii útbúið sig vel með vín og annað til fagnaðar. Lifðu þeir í glaum og gleði og riðu austur undir Eyjaíjöll, og gætti prest- ur ei, hvað tima leið, þótt kominn væri sunnudagur. Um hádegisbil spyr Skúli síra Eggert, hvort hann hafi ekki beðið síra Sigurð að messa fyrir sig á Stóruvöll- um í dagt; rankar þá prest við sér, og sér hvernig í öllu liggur, og segir við Skúla: „Ja, farðu nú bölv- aður". Heimtar hasta sína og þýtur af stað. Nú vikur sögunni að Stóruvöllum. Síra Sigurður kom þar eins og ákveðið var, og var mart kirkjufólk komið, er sumt ætlaði að vera til altaris, en heima- prestinn vantaði. Leið svo fram undir hádegi; fór þá fólkið að kurra um, að seint væri tekið til; samt lét síra Sigurðnr það dragast til miðdegis, en þá sá hann ei fært að draga það lengur. Þegar komið var að nóni, og prestur ætlaði að fara að útdeila, kemur síra Eggert, kastar sér af baki og skundar í kirkju í öll- um reiðfötum, inn að gratum og krýpur þar k milli tveggja kerlinga. Þegar síra Sigurður fer að útdeila brauðinu, gerir síra Eggert sig liklegan til að taka á móti, en síra Sigurður sinnir því ekki. Þegar hann útdeilir víninu fer eins, að síra Eggert setlar að súpa á kaleiknum, og segir: „Eg er tilreiddur;" en þegar síra Sigurður gefur þvi eingan gaum og fer framhjá presti, stendur síra Eggert upp og segir: „í>ú ertsvo