112 Erá Hvitanesi fér Jón að Eolafæti, og þaðan i Bol- ungarvík á Hornströndum með Jónatan syni sínum, er þá flutti norður þangað, og verður þess síðar getið; þar var Jón ekki nema eitt ár, en fór þá að Efri-Saur- um í Álftafirði og var þar eitt ár; fór svo að Fæti til Þorvalds í Kolakoti, en svo í heimabænum þar, á veitum þeirra Einars og Jónínu dóttur sinnar; svo var hann í svonefndum Eótartröðum; þaðan fór Jón að Kolbeinseyri, svo út í Alptafjörð, en þaðan fóru þau hjón aftur suður í Saurbæ. og voru þar þá 16 ár. Það er sagt, að þegar Jón fór þá suður, hafi hann sagt, að þá vildi hann helst hafa lokið veru sinni við Djúp, því vera sin þar væri orðin ærið örlagarík, enda voru þá flestir fyrri vinir hans þar fyrir löngu horfuir, og mun Ásgeir Magnússon hreppstjóri á Kleifum hafa verið með þeim síðustu, er dó 1878. Alt af voru þau Jón og kona hans i kaupavinnu á sumrum, oftast í Stórholti hjá Jakobínu Jónsdóttur, prests Halldórssonar, ekkju séra Jóns Thórarensen; þar næst voru þau á Staðarhóli, en síðast á Márs- keldu um 3 ár. Eftir það buðu börn þeirra þeim foréldrum sínum að koma vestur til sín, einkum Jón- ína, en þá stóð ekki hagur þeirra bjóna Jónínu og Einars svo, að þau gætu veitt þeim hdsnæðí; en þó þáði Jón boðið, sökum þess, að þá var hann og kona hans farin að burðum og heilsu, og Ingibjörg þó enn meira að heilsu; treystu þau sér ekki lengur að ganga að vinnu. En þó Jón tæki þessu boði var það með kviða. Honum þótti börn sín ekki svo sjálfstæð að efnum, að þau gætu ábyrgst boðið, enda leið ekki á laungu, þar til hagur Kleifahjóna, Einars og Jónínu, breyttist mjög. Björn veitti þá foreldrum sínum skýli, þegar þau komu vestur; fóru þau þá til hans, og veitti hann þeim alt, er hann framast mátti, og langt yfir efni fram. Sagt er, að Jón hafi kunnað mjög vel við