142 Sigurður við stjórn, en þegar Björn ætlaði upp að standa, riðar hann nokkuð við, svo báturinn hallaðist, og fellur Björn þegar útbyrðis; nær þó Sigurður í hann og gat með þrekraun dregið hann inn í bátinn; þá var langt enn ófarið inn í Fót, en kuldinn gagn- tók Björn alvotan, svo hann var illa og hætt staddur, er hann loks komst heim. Lagði þá Ingibjörg móðir hans a það alla stund að lifga hann og tókst það um síðir; þó var hann lengi vesall eptir þetta. Kom þar fram draumur Ingibjargar allgreinilega, því bæði at- vikin höfðu um likan tíma að borið, drukknun Búa og það, er Björn féll í sjóinn. Nálægt 4 klukkutímum áður en Björn kom heim i þetta sinn, hafði Jón lagt sig til svefns, en hrökk upp við það, að hann dreym- ir og þykist heyra, að stundaklukka hans dettur nið- ur og brotnar í mola; það var strengjaklukka, og hafði Búi sonur hans fengið hana áður i verkalaun sin og gefið hana þeim foreldrum sínum. 1907 var Jón og kona hans í Folafæti hjá Birni syni sínum; þá hafði Björn mist litlu fyrr tvö af börnum sínum; Olafur dó 1907, tæpra þriggja ára. Til eru eptir hann prentuð erfiljóð á lausu blaði, sem Jón kvað; þar eru og á sama blaði erfiljóð, sem Jón kvað eptir Búa son sinn. JÞá voru & lífi 4 af börnum Björns: Jónatan elztur, hét eptir bróður hans, átti að fermast þá um vorið; Sveinbjörn, honum næstur að aldri; Ingibjörg 6 ára og Sigríður 13 ára; hún veikt- ÍBt af berklaveiki og var þá á spítala á ísafirði; þar var hún meira en tvö ár, og dó þar 23. ínaí 1909, á 14. ári. Eptir hana kvað Jón snotur erfiljóð. A síðari árum sínum hefur Jón talið sig einu ári yngri en hann var, og hefur þvl líklega valdið mis- sögn frá æsku, eða misminni, þvi á afmælisdag sinn 1909 telur hann sig vera áttræðan, en þá var hann 81 árs, fæddur 25. janúar 1828, en Ingibjórg kona