182 Rikulega um rænugrund, rétt sem Hta kunnið, hefur úr kvásis heitri und hjartablóðið runnið. Þróist ræða þessa manns, þæg og hent að vana, allir lofi ýtar hans austra drómundana. II. Frásögn Daða hins fróða Níelssonar. (Eptir J. S. 322 4to.). Um vorið 1768 í Majo kom sunnan yfir Breiða- fjörð stærsti áttæringur, sem var undir Snæfellsjökli, að sækja þau hjón Eggert vísilögmann og frú Ingibjörgu með þeirra fylgd og fé. Þennan tíma hugðu menn, aÖ frú. Ingibjörg mundi ei vera einsömul. Þennan átt- æring átti Jón Arnason á Ingjaldshóli, sýslumaður 1 Snæfellssýslu. Hann vildi ekki ljá seglið, með því að það var úr þéttum og sterkum striga, vel vandað; kvaðst hann, þá skipið léði, það ekki mundi aptur sjá, „og það get eg bætt mér aptur" sagði hann, „þó það farist, en seglið ekki". En þá þeir, sem með skipið fóru, sáu, að seglið vantaði, sendu þeir heim til sýslu- manns, og beiddu um segl, eo hann svaraði og sagðiat ekki hafa það segl til, sem þénaði skipinu; fengu þeir sér þá, segl af áttæringi og sexæringi, og höfðu með sér. Séra Vigfús Jónsson, þá kapellán til Miklaholts, síðan prestur þar, hafði fengið skipið til ferðarinnar. Eormaðurinn var Grissur Pálsson, aðfaramaður mikill, en liðsmenn: Jón Arason og Guðmundur Gunnlaugs- son, Jón JÞorsteinsson, Guðmundur Jónsson, Eiríkur Teitsson, Sigmundur Jónsson, Jón Guðmundsson. Þess-