192 þessar endurminningar skrifaðar i þeim tilgangi að særa nokkurn, og vona eg, að ættingjar þessara manna, ef nokkrir eru, taki það heldur ekki illa upp. Jón Gizursson hót maður, sonur Gizurar vaktara Magnússonar úr Engey, Helgasonar. Er þetta gömul Reykjavíkurætt, ættuð úr Effersey. Gizur bjó í Hóla- koti, og þar bjuggu afkomendur hans þangað til kot- ið var rifið fyrir fáum árum. Jón þessi var fábjáni frá fæðingu; varð aldrei almennilega talandi, og kunni ekki að telja lengur en til 5. Hann var fermdur um tvítugt eptir sérstöku biskupsleyfi upp á fáeinar greinir í kverinu. JÞegar gamli (elzti) Bernhöft bakari settist hér að um 1835, varð Jón vinnuraaður hjá honum, og var þar alla sína ævi. Sýnir það, að hann hefir verið trúr og dyggur þjónn, þrátt fyrir takmörkun sina. Einu sinni, þegar Jón var ungur, átti hann að lóga ketti. Hann ætlaði að hengja köttinn, en það lánaðist ekki betur en svo, að kötturinn slapp úr snöranni. Eptir það var hann altaf kallaður „kis, kis". Hvar sem hann gekk á götu, þá kvað við á eptir honum „kis, kis", eða það var mjálmað, Þótt Jón heyrði þetta svo að segja daglega, og hefði því átt að vera orðinn þessu vanur, þá brást hann ákaflega reiður við í hvert sinn. Þegar hann kom niður fyrir lækiarbruna mátti sjá hann hendast áfram, eða til hliðar, til þesS að ná i strákana, sem mjálmuðu á eptir honum. Og ekki tók betra við, er hann kom inn í einhverja buo- ina, því þá var mjálmað bæði fyrir innan og utan búðarborðið; hann æddi þá eptir búðargólíinu, þvi hann stóð alveg varnarlaus gagnvart þeim, sem voru fyrir innan borðið, búðarþjónunum. Það hefði þvi mátt ætla, að Jón hætti sér ekk1 nema í nauðsyn út á göturnar, þar sem hann átti svo mörgum óvinum að mæta, en því fór fjarri. Jón for -