272 glaum og flaum. Sbr. Glaumelfur og Grlaumbær. Sagn- irnar merkja líka að hita eða Ijóma (af hita). í þeim er og staffærslan, er getið var áðan. Mar(r) og mara er alveg sömu merkingar og þessi orð. Mar heitir hlý- blik það, sem stundum sér á lopti, þá er gengur úr frostum til góðs þeys. Mararhláka er glóðheit hláka, sem gerir marautt og marþítt. Martagl heita ljós ský, er þjóta hátt á lopti í heiðrikjum og þykja boða storma. Marlaki er skuggi, flekkur eða ágalli. Að mara merkir bæði að fljóta í kafi í yfirborði lagar þar, og glóa eða glita þar; í Snorraeddu kemur fyrir merla. Erum á leið frá láði liðnir Finnum skriðnu. Austr sé ek fjöll af flausta ferli geisla merluð. Þessi dæmi nægja til að sýna, að mar geymir ekki slður einkunnir elds og sjavar en hin orðin. Ekki mun þó Marbæli merkja Sólkinsbæli eða vera samheiti Sól- heima, heldur hefir það nafn sitt af gliti því, sem í er bleytulandi á sumrin, og gljánni, sem gerir á það á haust og vetur, Sömu merkiugar eru bæjanöfnin Glóra (Árness.), Grilla (Árness.) og Grillir (Árness., Húnavs. og Skagafs.), því þau munu öll bafa nafn sitt af bleytu, er marar i, glórir i eða grillir í í jörðunni, og ennfremur GlitstaUr (Mýras.), sem réttu nafni heitir GHýstaðir, af glýr sama sem glær eður sjór, báðar myndirnar af glóa (sbr. hlóa, hlýja og hlæja, hlýr(r) og hlær(r). Ágangur vatns og veðra á jörð lætur eptir sig auð- kenni núnings og uppblásturs. Af þeim einkennum taka bæir nöfn t. d. Núningur (Rangárvs.) og enn fremur: Grindill (Skagafs.), merkir urinn stað, af sögninni grinda, grind, gratt, grundum, grundinn, sem merkir að skaka, spilla, mala, meiða. Sögnin er skiljanlega sjaldgæf, en altið orð af stofnun hennar, t. a. m. grand, þ. e., 1, korn,