324 bænum. Þórður bróðir minn lét ekki heldur sitt eptir liggja, en eg mátti til að gegna honum, eins og öðr- um. Kindurnar voru farnar að fjölga, en hann átti að smala og hafði hann mig til að hlaupa í alla krókana, en þegar eg kom heim í bæinn greip eg opt einhverja bók til að líta i. Þegar til mín var kallað mátti eg fleygja henni, og var eg þá stundura ekki búinn að drekka úr askinum mínum; lét móðir mín, sem hún sæi það ekki og ávítaði mig sjaldan. En um sláttinn sat eg yfir ánum, og átti að passa kýrnar með, og hafði þá optast bók í barrainum; voru það rimur, sem eg fókk að láni, þvi nú var eg farinn að lesa skrif. En þegar haustið kom, var eg látinn vera i fjósinu, og hafði eg þá einhverja skruddu í íerðinni, en þegar vet- ur kom, og farið var að vaka, átti eg að tæta ullu1), og þótti eg nokkuð latur að því, en lagaðist með svo- felldu móti: í>ar var þjóðbraut mikil, og voru sjómenn vanir að vera þar um nætur, en þegar þeir sáu skrudd- urnar hjá mér og það, að eg gaf þeim hornauga, spurðu þeir, hvaða bók þetta væri, og eg sagði þeim það; beiddu mig þá að hafa verkaskipti við sig, og neitaði eg því ekki. Móðir min hafði heldur ekki neitt á móti þessu. Eg fór að lesa, en þeir tóku við ullinni. Talaði móðir min ekki um þetta, og komst eg að því við sama tækifæri, að henni þótti gaman að sögunum, og fékk eg því opt að lesa þær, þó enginn væri kom- inn, en eg hafði bækurnar alstaðar frá að láni, og var það drjúgast, er lögmaðurinn lóði mér. Voru bækurnar flestar með latinuletri, og gat eg allt lesið, þvi þar sem eg ekki skildi, eða gat lesið, lagíærði hann mig, jafnóðum og eg skilaði bókunum. Kom eg aldrei svo að Leirá, að eg lærði ei eitthvað — og lika mundi eg 1) Svo hdr.