418 var þá hér um bil sjötugur, kvaðst hafa séð hann, þá hann var 18 vetra1), og lifði hann þá leingi þar eptir. Hann sagði, hann hefði verið með hærri mönn- um, en þrekinn mjög. OlafsvörÖur heita hér einninn, 11 eða 12. £>ær skulu keudar við biskup Olaf Hjaltason á Hóluni, hver þar skyldi hafa úti legið í óveðri um hausttima og han(s) fylgjarar, eins margir og vörðurn- ar eru, því hver einn átti að hlaða vöi ðu fyrir sig, sér til hita og uppihalds, þar ei hefur orðið tjaldað, með því i þessu plássi er ekki nema grjót og urð. JÞegar nærri er komið í bygð, þá verður fyrir mönn- um það pláss, er heitir Fyrirsátur. Það skal hafa nafn af þvi, að þjófar nokkrir, hér um 18 að tölu, tóku sig saman, lögðust út og stalu peningi manna úr hygðum, en höfðu sitt aðsetur í Surtslielli, sem þar er til annarar handar í fjallaklasanum, hver að sagður er svo langur, að einginn til þessa dags skal hann hafa getað eða þorað að kanna, sökuin dimmu og gjáa, sem i honum eru. Þessir þjófar fóru eitt sinn í bygð til að stela fénaði. En svo bar við, að smalamaður frá Kaimanstungu gat séð til ferða þeirra. Hann skaut þegar fótum undir sig, og sagði húsbónda sínum. Var þá strax brugðið við og safnað mönnum, og riðu þeir í áður greint pláss, og sátu þar fyrir þjófunum. Þeir komu með fjárhnapp mikinn, er þeir höfðu safnað í búfjárhögum, og stefndu einmitt að þessu plássi. Vissu þeir þá ei fyrri til en hinir spruttu þar upp fyrir þeira, og sló þegar í bardaga. Lauk svo að þjófarnir féllu allir, utan einn, sem hét Eirékur. Hann komst á flótta og var þó höggvinn af honum fóturinn. En svo skyldi hann hafa verið frækinn, að hann fór á öðrum fæti upp á fjallsgnípu þá, er síðan heitir Eiríksgnípa, svo þeir 1) Þorgeir var fœddur 1661; á þvi að liafa séð Illuga 1679. Þorgeir andaðist 1742, 27. Sept.