SAMTÍNINGUR 1 DROTTINHOLLUSTA í Afmælisriti Jóns Helgasonar 1969 (bls. 48-58) er birt grein um einkennilegt hátterni, sem þjónar og vinir þjóðhöfðingja viðhöfðu, þegar höfðingi þeirra féll eða auðsætt var, að hann mundi verða drep- inn af óvinum sínum. Oft er þess getið, að þessir vinir höfðingja síns gengu svo langt fram í bardaga, að þeir féllu við höfuð eða fætur hans. Dæmi um þetta eða þessu lík eru nefnd hjá ýmsum fornþjóðum, svo sem Keltum, Indverjum, Grikkjum og Rómverjum, en stundum eru ekki nefnd höfuð eða fætur höfðingjans, heldur slíkt fall manns, að það vitnar um óbilandi hollustu við liðsforingjann. Nánar um atvik að þessu eru tilgreind í fyrrnefndri ritgerð minni. En sagnir af slíku hátterni eru líka til í frásögnum af Germönum, bæði í rómverskum ritum og öðrum yngri, germönskum eða skráðum af mönnum af öðrum þjóðum. Þá koma næst frásagnir á ýmsum málum, sem lúta að víkingaöld. Yngstu dæmin, sem ég hafði klófest voru þessi: í Bjarkamálum, þýðingu Saxa hins málspaka (um 1200 eða litlu fyrr), segir frá viðræðu þeirra Bjarka og Hjalta (hér vitnað í þýðingu Jóns Helgasonar): Hníg ég í hinzta sinn að höfði konungi látnum; fá þér við jœtur hans leg, er fellur þú helsár til jarðar. Sómir öðlinga sveit að sæfast með þvílíkum hætti lúta við lofðungs hlið og lykja hann örmum í dauða. Nú verður vitanlega ekki fullyrt, hvað í öndverðu stóð í kvæðinu, en mjög líkleg er þýðing Jóns Helgasonar. í kvæði í Hálfssögu segir, að Hrókur sé fallinn frœkn at fótum folks oddvita;