SAMTÍNINGUR 301 fjarri flestum handritum (nema að sjálfsögðu *Br), og útgáfa hans er ófullkomin og stundum villandi (sbr. Guðmundar sögur biskups I (EA B6, 1983), § 9.3.2). Útgáfa Kálunds er notadrýgst, en þó eru á henni annmarkar, eins og komið hefur fram í þeirri smávægilegu athugun sem hér er birt. Hann hafði ekki tök á að nota *Br nema að litlu leyti, van- mat 204 og leitaði yfirleitt ekki til texta Guðmundar sagna í handritun- um sjálfum. Fyrir bragðið eru villur enn á sveimi í Sturlunguútgáfum, sem hægt er að leiðrétta með tilstyrk varðveittra handrita. S.K.. AÐ HRELLA, HRESSA OG REISA UPP Páls saga eremita er prentuð í Heilagra manna sögum Ungers, II, bls. 183-92, eftir eina handritinu sem hún er varðveitt í, Perg. fol. nr. 2 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, bl. 57-59. Það handrit var gefið út Ijósprentað 1962 sem IV. bindi í ritröðinni Early Icelandic Manuscripts in Facsimile, Lives of Saints, með inngangi eftir Peter Foote, þar sem (bls. 25) er bent á þrjár útgáfur latínusögunnar sem hér liggur að baki, Vita sancti Pauli eremitæ eftir Jerónímus kirkjuföður. I sögunni segir m. a. af því, að Antóníus leitar Pál uppi í helli sínum, en Páll hefur þá þrettán vetur og hundrað tírætt og hefur ekki séð annan mann síðan hann var sextán vetra gamall. Páll spyr Antóníus tíðinda úr heiminum og m. a. (HMS II, bls. 188; EIM IV, bl. 58vb) hvort nockut hrellazt vpp fornar borgir. Þetta orðasamband er tekið upp í orðabók Fritzners meðal dæma um sögnina 'hrella' og án þess að hér sé gert ráð fyrir sérstakri merkingu sagnarinnar. Gegn því rísa þó þrjár mótbárur: 1) í öllum öðrum dæm- um Fritzners er það fólk sem hrellist, en ekki hlutir. 2) Engin önnur dæmi eru um orðasambandið 'hrella(st) upp'. 3) I öllum latínutextunum sem Peter Foote vísar til er setningin an in antiquis urbibus nova tecta consurgant (consurgunt), þ. e. 'hvort ný hús rísi í fornum borgum'. Sú spurning vaknar, hvort "hrellazt" kunni að vera misritun fyrir "reisazt", svo upp komin, að í forriti hafi oft verið 'r'- fyrir 'hr'- og þá hafi skrifari verið vanur að breyta í 'hr'-; það hafi hann einnig gert hér af vangá og auk þess mislesið 'if' sem '11'. Einnig væri hugsanlegt að í