Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 24
EIMREIÐIN Sveinn Sigurðsson: „Og það fór þytur um krónur trjánna44. Til er málverk, eftir Böcklin, sem heitir Lundurinn helgi: Há skuggasæl tré. Dimmblá skógartjörn. Blómskrýdd grund. Fórnareldur logandi á altari. Þrjár hvílklæddar verur krjúpa á jörðinni frammi fyrir fórnarloganum. En aðrar sex ganga hljóðlátlega og með tiginni ró um hin hlómskrýddu skógar- göng, að hinum heilaga hörg. í fornurn goðsögnum er getið um slíka staði, þar sem fjar- lægðin milli guða og manna minkaði — og hvarf jafnvel í svip. Þar auðnaðist dauðlegum mönnum stundum að sjá og skynja með augum sjálfra guðanna. Undir goðsvarseikum hinna helgu lunda hafa himnarnir opnast og andinn svifið með reykelsisilmnum frá altarisglæðunum upp í svimháar víddir. Þannig urðu opinberanir til, og þannig veittist skáldum og sjá- endum náð til að mæla af vizku og speki til fólksins. Skáldkonungur íslenzku þjóðarinnar, Einar Benediktsson, hefur lokið jarðvist sinni. En eftir eru ljóð hans sem lifandi vitnisburður um aðra vist, er hann gisti langdvölum i lundi hinna helgu véa. Á þá fundi fór hann í hátíðabúningi — og með hátíð í huga. Þangað mátti ekkert óhreint berast. Þar lifði hann allan unað og trega, kafaði leyndardóm lífs og dauða og lýsti í háttbundnu Ijóði. Þar varð þjóð hans að öndvegis- þjóð og land hans að fegursta og farsælasta blettinum á þess- ari jörð. Þaðan gaf hann þjóð sinni hlutdeild í sínum stór- fenglegu skáldsýnum. „Ég byrgist við runnalimið lágt. f lognkyrð öll lilíðin glitrar. Sólin sér hallar frá hádegisátt. Ég lilusta á skógarins andardrátt, og ilmhylgjan um mig titrar.“ Svo fagurt var umhverfis hann í heimi hans stóru drauma. Andstæðurnar í lífi Einars Benediktssonar voru miklar og þjáningin stundum sterk. Svo fer þeim ætíð, sem eiga hvassa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.