Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eimreišin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eimreišin

						ÉIMREIÓlKÍ
í höfuðstaðarblöð skrifa oft utanbæarmenn, og er þeim vor-
kun þó þeim sé ekki alténd ljós málvenja um stefnutilvisanir
sem þar gilda. Sumir blaðskrifarar virðast svo ókunnir mál-
venju hér á landi, ekki aðeins i þessu efni, heldur almennu ís-
lensku máli, að þeir gætu verið bornir og barnfæddir i Winni-
peg eða Saskatchewan.
Önnur dæmi: Um mann er sagt í dagblaði að hann hafi kom-
ið „frá Borgarfirði". Svona mál er Winnipeg, þriðja kynslóð.
Maður á heima í og kemur úr Borgarfirði, ef átt er við Borgar-
f,jörð syðra. Um Borgarfjörð eystra er hinsvegar ævinlega sagt
á Borgarfirði, og sá sem þaðan flyst er kominn af Borgarfirði
(eystra).
Þessi einfalda hljóðskiftarregla, í/úr og á/af i smáorðum um
kyrrstöðu í eða hreyfingu úr einhverjum stað, virðist, að breyttu
hreytanda, þvínær algild í höfuðatriðum; allir sem hafa eðli-
legl islenskt málskyn fylgja henni, þó einkum óskólageingið
fólk. Ég er því miður ekki það lesinn í málfræðibókmentum
islenskum, að ég hafi rekist á nákvæma greinargerð fyrir regl-
unni, en ég hef fyrir satt að hún gildi einnig í færeysku og
fróðir menn þar i landi hafi skilgreint hana.
Undir þýddri grein í dagblaði stendur: „frá Observer". Sendi-
bréf eru frá einhverjum; þó er hér varla um sendibréf frá Ob-
server að ræða, heldur hefur grein staðið í Observer og er þýdd
úr þvi blaði, ekki frá þvi. „Skipið fór frá landinu i gær", segir
á öðrum stað. Eftir sambandinu verður ekki séð að skipið hafi
látið úr höfn. Hvar var skipið áður en það lét í haf ? Eftir orð-
anna hljóðan hefur það verið utan landsteina, einhversstaðar
á landgrunninu. Bretadrotníng á heima i Buckinghamhöll, en
flyst í annan bústað að sumrinu. I blaði stendur: „einglands-
drotníng fór frá Buckinghamhöll í gær". Sá sem á heima í
höll, flyst úr henni. Sá sem flyst frá höll virðist hafa hafst við
einhversstaðar utanvið hallarvegginn, kanski i hallargai'ðinum.
Það hlýtur að vera sami blaðskrifari sem lýsir eftir týndum
manni með því að segja að hann hafi farið „frá húsi" sínu á
tilteknum tíma. Eftir því að dæma hefur maðurinn ekki verið
]nni í húsinu áðuren hann fór. heldur einhversstaðar hjá því
eða fyrir utan það. Sama ókennilegt túngutak er í blaðagrein
þar sem sagt er um einhverjar umsóknir: „voru 8 frá norður-
landi en 10 frá Reykjavík". Menn sem þannig skrifa halda sér
gi'einilega dauðahaldi í enska orðið „from" og virðast ekki
þekkja stefnutáknanir á íslensku; sé talað eftir íslenskri mál-
Venju, er sagt „af Norðurlandi" og „úr Reykjavík".
143
					
Fela smįmyndir
Fremri kįpaI
Fremri kįpaI
Fremri kįpaII
Fremri kįpaII
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIV
Aftari kįpaIV