Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 145

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 145
HERMUNDUR SIGMUNDSSON BÖRN MEÐ HREYFIVANDA Hreyfifæmi (Motor competence) er mikilvæg til að geta tekist á við daglegt amstur. Það að kunna að klæða sig, borða með skeið, bursta tennurnar, ganga, hlaupa, hoppa, grípa og kasta eru allt verkefni sem þarfnast góðrar hreyfifærni sem oft er talin sjálfsögð. En margir gera sér ekki grein fyrir því að það liggur mjög mikil þjálfun á bak við slíka færni. Flestir eru að vísu sammála um að hreyfingarnar komi ekki af sjálfu sér þegar verið er að tala um ballettdans eða skrift, en þegar að er gáð er það að borða með skeið ekki síður flókið fyrir eins ár gamalt barn sem er að reyna að læra það. í þessu samhengi má nefnilega segja að ekkert komi af sjálfu sér. Meðal jafnaldra gefur góð hreyfifærni börnum ákveðna stöðu (McMath 1980), og jákvæð þróun líkamlegrar færni er góð fyrir sjálfsmynd barns (Ingebrigtsen 1998). Skert hreyfifærni gefur hins vegar laka stöðu og skerta sjálfsmynd (Henderson 1992, Losse, Henderson, Elliman o.fl. 1991, Mæland 1992, Schoemaker og Kalverboer 1994). Á undanfömum árum hafa fræðimenn veitt hugtökunum hreyfifærni og hreyfi- þroski aukna athygli og oft er um þau rætt án þess að vitna í nokkrar rannsóknir á sviðinu. Hér á eftir verður leitast við að benda á það helsta sem vitað er um hreyfi- hegðun barns, bæði hvað varðar hreyfifærni og hreyfivandamál. Þar er tekið mið af helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið á sviðinu. Fyrst skal litið á nokkur mikil- væg hugtök. HREYFIHEGÐUN Hugtakið hreyfihegðun (Motor behaviour) nær yfir allar hreyfingar, bæði fínhreyf- ingar og grófhreyfingar, eins og t.d. að ganga, hlaupa, skrifa, grípa og kasta. Allar þessar hreyfingar eru mikilvægar í daglegu lífi. Hreyfifæmi fólks getur verið afar breytileg, allt frá frábærri færni á öðrum enda skalans til mikilla hreyfitruflana á hinum endanum. Þegar börn eru rannsökuð er markmiðið að fá sem nákvæmastar niðurstöður um alla hreyfihegðun þeirra. Hreyfihegðun er oftast skipt í fjóra undirflokka; hreyfinám, hreyfistjórnun, hreyfiþroska og hreyfiröskun (sjá Mynd 1). Algengast er að skoða hreyfihegðun í víðu fræðilegu samhengi. Þá er reynt að taka tillit til allra þeirra ólíku þátta sem geta haft áhrif og styðjast athuganirnar við margar greinar í senn, svo sem sálfræði, lífeðlisfræði, hreyfifræði (biomekanikk) og fleiri. Er þá athyglinni beint að þáttum eins og áhugahvöt (sálfræði), þreytu (lífeðlisfræði), stærð og þyngd mismunandi líkamshluta (hreyfifræði). Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 8. árg. 1999 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.