Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 11
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR DANSMENNT í GRUNNSKÓLUM Dansinn hefur fylgt mannkyninu frá ómunatíð. í pessari grein fjallar höfundurinn um stöðu dansins sem almennrar námsgreinar í breskum, norskum og íslenskum skólum. Samanburður námskráa pessara priggja ríkja varpar Ijósi á mismunandi skilning á grein- inni. - Hugtakið „dansmennt" er kynnt ogfærðfyrir pví rök að mikilvægt sé að námsgrein með pví heiti, hliðstæðri öðrum listmenntum (tónmennt, myndmennt...) verði fundinn staður í íslenska grunnskólanum og kennaramenntun taki mið afpví, bæði hin almenna og sértæk menntun sem efna pyrfti til. INNGANGUR Dans virðist einkenna mannlífið svo langt aftur í aldir sem rakið verður. I samantekt um sögu dansins í Evrópu (Quirey 1976) er bent á samfellda danshefð í Evrópu allt frá mínóskri menningu á Krít, sem talin er hafa verið í mestum blóma um 1400-1200 f. Kr. Getið er um tvær tegundir söngdansa, hringdans og hringleik, sem rekja má til þess tíma og staðfestir eru í lýsingum Hómers frá 9.-10. öld f. Kr. Þar koma fram báðar þessar tegundir söngdansa og samsvara miðaldadönsunum branle (hringdansi- /vikivaka) og farandole (hringleik/hringbroti). Þessa dansa er einnig að finna í rituð- um heimildum um dansa á miðöldum, (Arbeau 1588). Arngrímur lærði (1609) virðist nefna fyrri danstegundina hringdans, og síðar fær hún nafnið vikivaki. Leifar af þessari danstegund finnast víða í Suður-Evrópu, hér á landi og í Færeyjum þar sem ein gerð branle-dansa hefur varðveist sem almennur dans, að því er virðist í órofinni hefð. Síðari tegund hringdansa virðist fyrr á öldum hafa verið nefnd hringleikur og síðar hringbrot hér á landi. Samkvæmt Belindu Quierey ber hann öll merki þess að vera sami dans sem Hómer getur um og nefndur var farandole á miðöldum. Að því er best verður séð er það sami dans/leikur og getið er í Crymogæu Arngríms lærða (1609). Hér á landi var vikivaki dansaður fram undir 1800. í viðtali við Helga Valtýs- son á Akureyri (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir 1963) kom fram að árið 1902 ferðuðust hann og norsk kona, Hulda Garborg, um Borgarfjörð í leit að vikivökum og fundu þau dansinn Ólaf liljurós. Helgi skráði dansinn og var hann ásamt fleiri vikivökum og söngdönsum gefinn út árið 1930. í þessum eina dansi hafa varðveist tvær gerðir branle-spora, og nefnir Helgi Valtýsson þær hægt viki- vakaspor og venjulegt vikivakaspor. Aðeins hið síðarnefnda hefur varðveist í fær- eyskum dansi. Þjóðdansar Norður-Evrópu nú á tímum eru yfirleitt af allt öðrum stofni og miklu yngri en vikivakarnir. Algengastir eru pardansar af sama stofni og gömlu dansarnir hér á landi og gagndansar (contra dances) sem voru fyrirrennarar þeirra. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.