Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 139

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 139
ASTRIÐUR STEF ANSDOTTIR Rannveig Traustadóttir (ritstjóri): Fötlunarfræði. Nýjar tslenskar rannsóknir. Rv., Háskólaútgófan, 2003. 231 bls. Háskólaútgáfan sendi frá sér á árinu 2003 ritið Fötlunarfræði. Nýjar íslenskar rann- sóknir. Ritstjóri er Rannveig Traustadóttir. Eins og ritstjóri segir í inngangi bókarinnar þá er „þessi bók fyrsta ritið sem birtist á íslensku og kennir sig við hina nýju fötlunar- fræði... Jafnframt er hér um að ræða fyrsta ritið sem inniheldur safn nýrra íslenskra rannsókna sem beinast að lífi og aðstæðum fatlaðs fólks í íslenskum samtíma" (bls. 9). I inngangi segir jafnframt að kveikjan að bókinni hafi verið vel heppnuð fyrir- lestraröð um íslenskar fötlunarrannsóknir á vegum uppeldis- og menntunar- fræðiskorar Félagsvísindadeildar Háskóla Islands sem haldin var í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands veturinn 2002-2003. Bókin hefst á fróðlegum inngangskafla ritstjóra. Nefnist hann „Fötlunarfræði. Sjónarhorn, áherslur og aðferðir á nýju fræðasviði." Er þar m.a. fötlunarfræði sem fræðigrein kynnt og raktar mismunandi fræðilegar nálganir að viðfangsefninu. Loks er fjallað um stöðu fræðigreinarinnar á Islandi og annars staðar á Norðurlöndum. Gefur þessi inngangur góðan bakgrunn fyrir þá umfjöllun sem á eftir kemur. Ritstjóri bendir réttilega á að hér er um unga fræðigrein að ræða. í ritinu birtist þetta m.a í því að flestar rannsóknirnar byggjast á vinnu við meistaraprófs- eða doktorsverkefni höfunda. Greinarnar í ritinu fjalla um níu íslenskar rannsóknir sem allar beinast að stöðu fatlaðra á Islandi. Þær eru flokkaðar eftir viðfangsefnum; tvær þeirra snúa að fjölskyldunni, eftir Elsu Sigríði Jónsdóttur og Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur. Þrjár beinast að skólanum, eftir þær Snæfríði Þóru Egilson, Sigríði Einarsdóttur og Kristínu Björnsdóttur og tvær að fullorðinsárunum, eftir Dóru S. Bjarnason og Guðrúnu V. Stefánsdóttur. Síðustu tvær greinarnar í safninu heyra undir kafla um þjónustu og eru skrifaðar af Gretari Marinóssyni og Vilborgu Jóhannsdóttur. Flestar rannsóknirn- ar eru gerðar með eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin eru viðtöl við fatlaða ein- staklinga og aðstandendur þeirra. Eiga rannsóknirnar því fyrst og fremst að birta sýn þeirra á eigin veruleika. Umfjöllun um fötlun og sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á í þjónustu við fatlaða hefur tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum. Hafa þær viðhorfsbreytingar skilað miklu til að bæta þjónustu við fatlaða og auka lífsgæði þeirra og fjölskyldna þeirra. Einnig og ekki hvað síst hefur sú viðhorfsbreyting orðið til þess að auka virð- ingu fyrir fötluðu fólki. Þær rannsóknir sem fjallað er um í bókinni sýna glögglega þá breytingu. I stað þess að líta á fatlaða einstaklinga sem áhrifalausa þiggjendur þjónustu, eru þeir viðurkenndir sem gerendur og höfundar að eigin lífi. Aðferða- fræðin sem beitt er undirstrikai- mikilvægi þess að rödd þeirra heyrist, sem er for- senda þess að þeir geti haft áhrif á líf sitt og þá þjónustu sem þeir fá. 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.