Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						ÆGIR
MÁNAÐARRIT  UM  FISKIVEIÐAR  OG  FARMENSKU.
arg.
Reykjavík,  Júlí  1905.
I. Blað.
V,
ETURINN 1899 sendum við ritstjóri
Skapti Jósepsson á Seyðisfirði boðsbréf
út um landið að fiskiveiðariti, sem við
höfðum í hyggju að gefa út, en af því
undirtektirnar urðu daufar var hætt við
fyrirtækið.
í fyrravetur vakti jeg máls á því í
skipstjórafélaginu »Aldan« hve mikil
nauðsyn bæri til að sjómenn og fiskimenn
hefðu slíkt rit og var því vel tekið;
komst málið svq langt að kosin var þriggja
manna nefnd, til að undirbúa þetta, fá
upplj'singar um hvað útgáfan mundi
kosta m. m. og semja við hr. adjunkt
B. Sæmundsson um að hann tæki við
ritstjórninni, eða vildi að meira eða.minna
leyti styðja að útgáfunni. Hr. B. S. kvaðst
hafa svo mikið annríki og ýmsar aðrar
orsakir yllu því, að hann ekki gæti tekið
slikt að sjer, en lofaði að styrkja það að
öðru leyti eftir föngum og eftir því sem
hann hefði tima til. Ur útgáfu ritsins
varð svo ekki í það skifti, og var þá á-
kveðið að fresta þvi til haustsins 1904.
Sama haust fór jeg til Noregs og þegar
jeg kom heim aftur, var málið við sama
og hafði ekkert verið gjört í því frekara.
Af áhuga fyrir málefninu og fyrir á-
skoranir einstakra manna kringum landið
vil jeg nú byrja á fyrirtæki þessu, þar
sem jeg sje að þörfin fer sívaxandi, en
engar líkur til að aðrir munu verða til
þess,  jafnframt  þó  mjer  sje  ljóst hve
vandasamt og ábyrgðarmikið það starf er,
sem jeg tekst á hendur.
Avarp til landsmanna.
Jafnvel þótt rit þetta eigi aðallega að
ræða þau málefni er varða sjómanna og
fiskimannastjett landsins, þá viljum vjer
samt með linum þessum ávarpa alla
landsmenn undantekningarlaust, þar sem
það er vor skoðun, að velferð landsins
er undir því komin að sjáfarútvegur og
siglingar jaftnt sem búnaðarræktun taki
sem mestum framíörum. Það muneng-
um dyljast að með auknum fiskiveiðum
eykst verzlun og samgöngur, og þetta er
eitt at aðalskilyrðunum fyrir velgengni
allra landsmanna jafnt bænda sem sjó-
manna.
Landbúnaðurinn er aðalatvinnuvegur
landsins, en til þess að hann geti þróast
sem mest þurfa íiskiveiðar landsmanna
að eflast. Því með vaxandi sjómanna-
stjett eykst markaður fyrir afurðir land-
bóndans, jafnframt sem auður færist inn
í landið og við það vex gjaldþol þjóðar-
innar, svo hún verður færari um að bera
þær byrðar, sem vaxandi menning leggur
henni á herðar.
Margir hafa endurtekið þau orð bæði
fyrr og síðar, sem enskur ferðamaður
hefir sagt: »að væru fiskiveiðarnar al-
mennilega stundaðar þá gætu þær orðið
ótæmandi  auðsuppspretta fyrir landið«.
					
Fela smįmyndir
Forsķša1
Forsķša1
Forsķša2
Forsķša2
Efnisyfirlit1
Efnisyfirlit1
Efnisyfirlit2
Efnisyfirlit2
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8