Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1905, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1905, Blaðsíða 10
6 ÆGIR. gufuskipa, sem eru í fyrsta ílokki og ein- göngu eru ætluð til fiskveiða á djúpsjó, Að öðru jöfnu eru lán einkum veitt til skipa sem smíðuð eru hér á landi (Noregi). Lán eru ekki veitt lil lúkn- ingar eldri skuldum. ★ ★ * Ath. Öll þau mál, seni að einhverju leyli sneata flskiveiðarnar, svo og styrkveitingar til félaga, einstakra manna og lán til flskiútgerða, heyra undir umsjón og úrskurð fiskiveiðastjórn- ar Norðmanna (Norges Fiskeristyrelse); sem hefir aðsetur sitt í Bergen. LLandhelgisYörnin. Hversu »Hekla« capt. Schack hefirvar- ið vel laudhelgina fyrir botnvörpungunum og verið fengsæll á ferðum sínum kring um landið hefir mjög mikið glatt alla landsmenn enda hafa blöðin — ekki sizt »ísafold« — eindregið tekið i sama streng- inn og lofað hann að maklegleikum iyrir sinn skörungsskap og' dugnað. Að flskimenn á ýmsum stöðum sem oft og tíðum hafa orðið að þola það bóta- laust að botnvörpungarnir hafa látið greipar sópa um afla og veiðarfæri þeirra rjett fyrir utan landsteinana sjeu glaðir við að vita af svo duglegri löggæzlu sýna eftirfarandi dæmi. Capt. Schack spurði mann á Aðalvík hvort fólk hefði sjeð þegar hann tók hotnvörpunginn þar í sumar. »Já«, sagði maðurinn, »fólk var allt hátað; ])ví kl. var hálf 12 um nóttina en allir vöknuðu við skotin, og jeg er viss um að hvert mannsbarn í Víkinni hefir farið á fætur; og þegar »Hekla« fór með hotnvörpunginn«, hætti hann við, »lofuðu allir guð«. Gamall og' greindur bóndi á Arnar- firði sem yfirmaðurinn átti tal við, segir þegar liann spurði hann að hvort menn alment ekki óskuðn eftir nærveru hans seinni part sumars. »Jú«, segir maður- inn, »fólk her svo mikið traust til yðar og' er svo þakklátt fyrir aðgjörðir yðar undanfarið að menn vilja alveg hefja yð- ur til skýjanna, og við vonum að lands- stjórnin launi yður eins og þjer eigið skilið«. Eins og það er gagnlegt fyrir lands- menn að vel er varið, eins er það gleði- legt fyrir loringja skipsins að mæta svona þakklæti hjá fólki fyrir framkvæmdir sín- ar, og það væri ekki nema rjettlátt að íslendingar sýndu honum þann sóma áður hann fer frá landinu i haust, sem vekti hjá honum hlýja endurminningu og yrði eftirkomendum hans uppörfun til skyldurækni. Fiskiklak. í hinu enska Fichermans »Nautical Almanak«, sem gefið er út i Grimsby, stendur á ári hverju grein sú sem hér fer á eftir, þar eð hún felur í sér þýð- ingarmiklar bendingar til allra fiskimanna, ætlum vér þess þörf að íslendingar fái að kynnast innihaldi hénnar. Fiskinum fækkar og ber margt til þess: Fyrst og fremst þær þrautstund- uðu hotnvörpuveiðar. Smáseiðin eru veidd og drepin, en verða þó ekki höfð til matar. Fiskurinn er veiddur á hrygni- tímanum. Þetta hefir valdið áhyggjum fyrir framtíð fiskveiðanna og efasemdir um framför og þrif þessarar atvinnu- greinar framvegis. Mörg fisldsvið er áður voru auðug eru nú þurausin. Mörg ráð hafa menn hugsað upp til þess að stemma stigu fyrir þessu, en ekkert dugað. Fiskimennirnir geta þó sjálfir ráðið nokkrar bætur á þess. Fiskimennirnir, *

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.