Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						ÆGIR.
MÁNAÐARRIT  UM  FISKIVEIÐAR  OG  FARMENSKU.
arg.
Reykjavik, Júní 190 6.
12. blað.
Piskiafli í sléncliiig-a
og
framtíðarhorfur lians.
Það er sagt í fornum sögum, að
synir Guðrúnar GjúkadóUur þrir fóru til
systurhefnda. Þá er þeir voru nokkuðá
leið komnir, spurðu þeir Sörli og-Hamd-
ir, hvert lið Erpur mundi veita þeim.
»Slíkt sem hönd fæli«, svaraði hann. Þeir
hugðu fó.t aldrei mega styðjast við hendi
og drápu hann. Lillu síðar skriðnaði
Sörli öðrum l'æti og drap niður hendi.
Þá varð honum að orði: »Veilli nú hönd-
in fætinum og betur væri nú að Erpur
lifði«. Þetta er þörf hugvekja þeim mönn-
um, sem sljóskygnir eru á gildi samvinnu
og félagsskapar, og væri nú hetur að
margur stæði óhöllum fæti, sem orðið
hefir fótaskortur af þessum sökum.
Land það, er vér byggjum; er harla
gott til lands og sjáfár og samboðin móðir
hraustum drengjum. Þó er ekki því
að neita að fjúksamt og kalt verður hér
stiindum. Höí'um vér því oft í'engið harla
órnjúkar áminningar um félagskap. Þó
er sjórinn þar harðhentari en landið, sem
von er.  Því að :
milli fjörs og feigðar er
fjalborð allra veikast.
Það mun alþjóð leugi verða minn-
isstætt, hvert afhroð vér höfum goldið
þetta ár í missi hraústra drengja og
skipatjóni. Hefir margur einstaklingur
mátt sárt af kenna. Þó er sannast sagt
að  margur hefir þar, lið veitt, þótt fáir
hafi slíkt veill sem hönd mundi fæti,
En slikt hrun ætti að vera sjómönnum
lærdómur um marga hluti, en einkum
þó um aukinn félagsskap.
Vera má að hér séu svo auðugir út-
gerðamenn, að þeir þoli að glata einu
cður tveimur skipum. Þó er það ósenni-
legt, ef' þeir hafa eigi fjarráð til þess, að
haf'a einn bjarghring á mann á hverju
skipi. En hugsum oss að þeir hafi bol-
magn til að þola tjónið. Þá er hins að
gæta, hvorl einn einasti fátæklingur, sem
ræðst í að kaupa skip, þolir að tína skip-
inu á næsta ári hálfhorguðu og vátrygðu
að tveim þriðju hlutum. Fari hann sjálf-
ur með, þarf eigi að spyrja. Því að vita
mundi ekkjon og börnin, hversu þáværi
l'arið.
Hvað má af þessu ráða, sjómenn
góðir ? Þetía: Útgerð er ókleif fátækum
mönnum. En þá er sjómannnstjettin illa
i'arin ef kaupmenn og aðrir efnamenn
eru einir um hituna. En hvað er þá
til ráða?
Hér erþað til ráða, sem jafnanreyn-
ist best, að margir vinni í sameiningu.
Útgerð þarí' að vera hlutafélag. Hlutir
mega ekki vera háir, svo að allur al-
menningur sjómanna geti komist yfirþá.
Því fleiri sem eiga þátt i útgerðinni, því
betur verður fyrirtækið rekið. Þvi fleiri
sem eiga hluti, því fleiri fá hlutdeild í
gróðanum. Og komi slys fyrir þáerþað
að vísu hnekkir, en tjónið lendir ástóri'i
sameign, svo að enginn einn híður stórán
halla.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132