Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1907, Blaðsíða 2

Ægir - 01.09.1907, Blaðsíða 2
2(5 Æ G I R. Konung'skoman. Komu hans hátignar Friðriks konungs áttunda og ríkisþingsmannanna dönsku verður að líkindum minst í sögunni sem eins af stórviðburðum þessa lands; öll fram- koma lians og Ijúfmenska og fögur orð í garð íslendinga geta heldur ekki bent á annað en að heillarikar afleiðingar fyrir land og lýð leiði af þessari heimsókn. Það verður liins vegar ekki liægt að segja ann- að en að viðtökurnar frá hálfu landsbúa hafi tekist vel, og konungur og ríkisþingsmenn hafi farið héðan með meðvitundina um það, að hér væri einkennilegt, stórfelt og bjTggilegt land og að íbúar þess standi hvorki hvað líkamlegt né andlegt atgjöiTi snertir, að baki öðruin Norðurálfubúum, sem rík- ari og margmennari eru. ÖUu ferðalagi konungs og hátíðahaldi liefir vcrið svo rækilega lýst i öllum l)löð- um, að óþarfi er að geta þess liér, en vér viljum að eins víkja með fáum orðum að sjóferð hans í kringum landið. Valnum (Isl. Falk) hafði verið tilkynt að hann yrði að vera viðbúinn og mæta konungsflotanum þ. 29. júlí utarlega i Faxa- llóa. í þeim erindum fór liann af Reykja- víkurhöfn kl. 11 f. md. þ. 29. þegar hann kom suður undir Skaga um kl. I1/* sást llolinn leggja inn á flóann, konungsskipið »Birma« (stórl þrímaslrað farþegaskip, sem Austurasíufélagið á og leigt hafði verið til ferðarinnar) í broddi fylkingar og lierskip- in »Geysir« og »HelcIa« í heinni línu á eftir, en síðast fór »Allanta«, skip það er ríkisþingsmennirnir voru á (nýkeypt frá Englandi lianda Sam. gufuskipafél.). Vind- ur var hvass á norðan, og hélt því ftotinn norður flóa og lagðisl á Ivrossvík við Akra- nes kl. 4 nm daginn. Strax og konungssipið hafði lagst við akkeri, sást ráðaneytisforsetinn J.C.Kristen- sen standa og dorga aftan á skipinu en ekki var hægt að sjá að hann fengi nokkurn fisk. Eftir að lagst var við akkeri, fór yfir- maðurinn á Valnum um borð í konungs- skipið samkvæmt áður fenginni skipun og dvaldi þar stntta stund og komu svo um horð aftur. Litlu síðar kom konungur um borð í Valinn og fylgdn honum Haraldur prins, kommandör Howgaard og captein Gottchalk. Konungur heilsaði öllum }7fir- mönnum skipsins með liandabandi —, og enn fremur útgefanda þessa hlaðs, sem yfirforingi skipsins tilkynti honum að væri aðstoðarmaður sinn um horð og ávarpaði konungur hann með þessnrn orðum: »Pað gleður mig að lieilsa yðar, að heilsa upp á Islending. Ég er glaður yfir að haja getað tekist þessa ferð á hendur og séð þetta merkilega land; það er stórkost- legt, mikilfengt og hríjandi og ég býð með óþreyju eftir að já að kynnast því nánara.a Hinn ávarpaði þakkaði og bauð hans hátign velkominn til Islands. Eftir stutta viðdvöl fór konungur um horð í skip sitt aftur, en Valurinn liélt lil Rvíkur. Kl. 9 um morguninn þ. 30. kom flotinn á Reykjavikurliöfn og gekk konungur í land kl. 10. Eftir 11 daga dvöl í Reykjavík liélt flol- inn af stað frá Reykjavík að morgni þess 10. kl. 4 vestur og norður um land og lagðist á Önundarfirði kl. 5 e. m. sama dag. Konungur steig þar á land með nokkr- um af sveit sinni og var litla stund í landi og liafði þar tal af mönnum. Ivl. 10 f.m. þ. 11. hélt flotinn aftur á stað af önund- arfirði og kom kl. 1 e. m. til ísafjarðar. ísfirðingar fóru út á móti konungsflotan- um á 7 gufuskipum og 70 mótorbátum öllum vel skreyltum. Konungur fór þar í land kl. 2 e, md. og ríkisþingsmenn litlu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.