Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						26
Æ G I R.
Konungskoman.
Komu hans hátignar Friðriks konungs
áttunda og ríkisþingsmannanna dönsku
verður að líkindum minst í sögunni sem
eins af stórviðburðum þessa lands; öll fram-
koma hans og ljúfmenska og fögur orð í
garð íslendinga geta heldur ekki bent á
annað en að heillaríkar afieiðingar fyrir
land og lýð leiði af þessari heimsókn. Það
verður hins vegar ekki hægt að segja ann-
að en að viðtökurnar frá hálfu landsbúa hafl
tckist vel, og konungur og ríkisþingsmenn
hafi farið héðan með meðvitundina um
það, að hér væri einkennilegt, stórfelt og
bj'ggilegt land og að íbúar þess standi hvorki
hvað líkamlegt né andlegt atgjörfi snertir,
að baki öðruin Norðurálfubúum, sem rík-
ari og margmennari eru.
Öllu ferðalagi konungs og hátíðahaldi
heíir verið svo rækilega lýst i öllum blöð-
um, að óþarli er að geta þess hér, en vér
viljum að eins víkja með fáum orðum að
sjóferð hans í kringum landið.
Valnum (Isl. Falk) hafði verið tilkynt
að hann yrði að vera viðbúinn og mæta
konungsfiotanum þ. 29. júlí utarlega í Faxa-
fióa. í þeim erindum fór hann af Reykja-
víkurhöfn kl. 11 f. md. þ. 29. þegar hann
kom suður undir Skaga um kl. lx/s sást
flolinn leggja inn á fióann, konungsskipið
»Birma« (stórt þrímastrað farþegaskip, sem
Austurasíufélagið á og leigt hafði verið til
ferðarinnar) í broddi fylkingar og herskip-
in »Geysir« og »HekIa« í beinni línu á
eftir, en síðast fór »Atlanta«, skip það er
ríkisþingsmennirnir voru á (nýkeypt frá
Englandi handa Sam. gufuskipafél.). Vind-
ur var hvass á norðan, og hélt því ílotinn
norður llóa og lagðist á Krossvik við Akra-
nes kl. 4 um daginn.
Strax og konungssipið hafði lagst við
akkeri, sást ráðaneytisforsetinn J.C.Kristen-
sen standa og dorga aftan á skipinu en ekki
varhægtað sjá að hann fengi nokkurn fisk.
Eftir að lagst var við akkeri, fór yfir-
maðurinn á Valnum um borð í konungs-
skipið samkvæmt áður fenginni skipun og
dvaldi þar stutta stund og komu svo um
borð aftur. Litlu síðar kom konungur um
borð í Valinn og fylgdu honum Haraldur
prins, kommandör Howgaard og captein
Goltchalk. Konungur heilsaði öllum yfir-
mönnum skipsins með handabandi —, og
enn fremur útgefanda þessa blaðs, sem
yíirforingi skipsins tilkynti honum að væri
aðstoðarmaður sinn um borð og ávarpaði
konungur hann með þessum orðum:
»Það gleður mig að heilsa yður, að heilsa
upp á íslending. Ég er glaður yfir að
hafa getað tekist þessa ferð á hendur og
séð þetta merkilega land; það er stórkost-
legt, mikilfengt og hrífandi og ég býð með
óþreyju eftir að fá að kynnast þvi nánara.a.
Hinn ávarpaði þakkaði og bauð hans
hátign velkominn til íslands.
Eftir stutta viðdvöl fór konungur um borð
í skip sitt aftur, en Valurinn liélt til Rvíkur.
Kl. 9 um morguninn þ. 30. kom flotinn
á Reykjavikurhöfn og gekk konungur í
land kl. 10.
Eftir 11 daga dvöl í Reykjavík liélt flot-
inn af stað frá Reykjavík að morgni þess
10. kl. 4 vestur og norður um land og
lagðist á Önundarfirði kl. 5 e. m. sama
dag. Konungur steig þar á land með nokkr-
um af sveit sinni og var litla stund í landi
og hafði þar tal af mönnum. KI. 10 f.m.
þ. 11. hélt flotinn aftur á stað af Önund-
aríirði og kom kl. 1 e. m. til ísafjarðar.
ísíirðingar fóru út á móti konungsflotan-
um á 7 gufuskipum og 70 mótorbálum
öllum vel skreyttum. Konungur fór þar í
iand kl. 2 e, md.  og  ríkisþingsmenn litlu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar