Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						ÆGIR
111
Harðfiskur.
1 sambandi við leiðbeingar þær, sem
félag islenzkra fiskimjöls-framleiðenda
gefur, um þurkun hausa og verkun
hryggja, væri æskilegt, að einhver vildi
taka sig til og leiðbeina mönnum um
góða verkun og verkunaraðferð á harð-
fiski (Stokfisk) til útflutnings, þvi búast
má við, að hinn þurri saltfískur komist
ekki allur á Spánar- og ítaliu-markaði,
verði einhverjar hömlur settar um magn
það, sem flytja má til þeirra landa, og
þá verður eitthvað til bragðs að taka,
til þess að losna við fisk þann, sem eftir
verður, þegar hið tiltekna magn er komið
til Suðurlanda.
Það mun þurfa mikinn undirbúning
til þess að herða fisk i stórum stil, og
eitthvað verður að hugsa um, hve mikið
herða skuli árlega og þar fylgt einhverj-
um reglum, sem einstaklingurinn getur
ekki sett, heldur þeir, sem væru kjörnir
til að ígrunda þetta mál og koma á fram-
kvæmdum, ef til þess kæmi.
Margt hefur breyzt siðan 1878-1908,
en þó ekki svo, að enginn Islendingur
kunni að herða fisk nú á dögum, þótt
borið hafi við, að sumir nútímamenn
hafi látið á sér heyra, að þeir þekktu
ekki þá verkunaraðferð og varla að furða
sig á þvi, þar sem ekki hefur heyrst um
annað talað, síðasta aldarfjórðung, en
saltfisk og meiri saltfisk, 8/* og 7/s þurk-
un og labra.
Á árunum 1878—1884, var harðfiskur
sendur út meira og minna. Var hann
bæði frá Álftanesi, Strönd, Vogum og
Suðurnesjum. Þeir, sem lögðu inn í stór-
um stíl, voru útvegsbændur, t. d. Guð-
mundur Guðmundsson á Auðnum, Guð-
mundur í Landakoti, Sæmundur á Vatns-
leysu, Egill Hallgrímsson í Vogum, Njarð-
víkurmenn, Ketill í Kotvogi og fleiri. —
Úr netjafiski tóku þeir allt það, sem galli
sást á, flöttu það og þvoðu vandlega,
kösuðu í einn sólarhring og breiddu því
næst á grasvöll, grjótgarða ogklappir, þar
sem þær voru. Sumir kösuðu ekki, heldur
lögðu íiskinn beint úr þvottinum á garða
eða grasflöt. Með þessu móti komust
þeir oft hjá, að fá gallaðan saltfisk i
nr. 2—3, því þeir gallar komu sjaldan
fram á honum hertum.
Á nefndum árum var fiskverðið á
»prima« saltfiski 40—45 krónur hvert
skippund, en fyrir skippund af harðfiski
fékkst um 110 krónur. Fleiri harðfiskar
fara í skippundið, beldur en verkaðir
saltfiskar, en sá munur fer þó eftir þvi,
hversu mjög saltfiskurinn er þurkaður,
en á nefndum árum mun hann hafa
verið mjög þur. Þá var enginn simi og
fáar póstferðir frá útlöndum, móts við
það sem nú er, og þegar fiskfarmar i
»skonnortunum« fóru héðan,. var óvist,
oft og einatt, hvar hann mundi lenda,
en þær tvær hafnir, sem um var að ræða
og oftast nefndar, voru Bergen og Bilbao
og til þess að fá vissu um, hvort flytja
ætti farminn, var komið við í Stornoway
á Lewis-eyjum, og þangað komu boð
simleiðis frá umboðsmönnum hvert halda
skyldi, en harðfiskurinn fór að öllu jöfnu
beint til Bergen, og markaður var þá
fyrir hann.
Frá íslandi hefur verið leitað að mark-
aði fyrir saltfisk og síld, víða um lönd,
og eitthvað af fiski hefur verið sent og
selt í Suður-Ameríku, en hljótt hefur
verið um verðið á þeim slóðum og einnig
um, hvernig fiskurinn hafi komið fram,
eftir ferðina yfir brunabeltið (47 breidd-
arstig, um 3000 sjómilna sigling).
Nú eru liðin 18 ár, siðan menn voru
hér að tala um, sín á milli, að Spán-
verjar  seldu  lakari  fisktegundir, sem á
					
Fela smįmyndir
Fremri kįpaI
Fremri kįpaI
Fremri kįpaII
Fremri kįpaII
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIV
Aftari kįpaIV