Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						Æ  G  I R
175
svo starfssvið sjóðsins og veikt svo starfs-
skilyrði lians, að ekki vorn nokkrar líknr
lil þess, að hann gæti bætt úr brýnustu
þörf, var loks ,hafizt handa um að efla
hann að nokkru ráði. Tvö frumvörp
komu fram á síðastla Alþingi, er bæði
beindust i þessa átt. Var annað þeirra
flutt af sjávarútvegsnefnd neðri deildar,
en hitt af Pétri Ottesen. Margt af því,
sem drepið er á í þessari grein, styðst við
greinargerðir þessara frumvarpa.
Það mun hafa orðið að samkonmlagi
milli Péturs og sjávarútvegsnefndar N.d.,
að Pétur tæki sitt frumvarp aftur, þegar
frumvarp nefndarinnar kom fram, þvi
að hún hafði tekið upp í sitt frumvarp
ýmis atriði úr frumvarpi Péturs, þótt
frumvarp hans gengi miklu lengra og
væri líklegra til að efla sjóðinn svo um
munaði, ef að lögum hefði orðið.
Aðal breytingarnar, sem frumvarp
nefndarinnar fól í sér, voru: að við tekj-
ur sjóðsins skyldu bætast helmingur þess
útflutningsgjalds, sem ríkissjóður lekur
árlega af hvers konar sjávarafurðum, að
vextir af lánum sjóðsins skulu vera 4%,
í stað 5y2% áður, að Fiskveiðasjóði sé
heimilt að gefa út handhafavaxtabréf
allt að 4 milljónum kr. í stað l1/-; milljón,
og að lánsheimild rikissjóðs til kaupa á
þessum bréfum hækki að sama skapi.
Auk þessa voru ýmsar veigaminni breyt-
ingar. Flest -atriði frumvarpsins voru
samþykkt óbreytt, nema tvö þau mikil-
vægustu. Vextirnir fengust ickki lækkaðir
nema niður í 4V2%, og að aðeins fjórð-
ungur þess útflutningsgjalds, sem ríkis-
sjóður tekur árlega af hvers konar sjáv-
arafurðum, skuli renna sem tekjur til
Fiskveiðasjóðs. í meðförum þingsins var
bætt inn í frumvarpið mikilsverðri breyt-
ingu, sem var í frumvarpi Péturs, en
það var, að hámark lána til stofnunar
iðnfyrirtækja í sambandi við fiskveiðar
skuli vera 75 þús. kr. í stað 35 þús. kr.
Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á
fiskveiðasjóðslögunum með þessari sam-
þykkt Alþingis, efla vitanlega sjóðinn
nokkuð og treysta talsvert aðstöðu þeirra,
seni lán þurfa að fá úr honum, en þó
hvergi nærri í samræmi við það, sein orð-
ið hefði, <ef frumvarpið Iiefði verið sam-
þykkt óbreytt, að viðbættu því atriði, er
sett var inii í það.
Eins og áður er getið, var miklu lengra
gengið í frumvarpi Péturs Ottesen en
sjávarútvegsnefndarinnar í að efla sjóð-
inn og bæta úr lánsþörfinni, og um Ieið
að færa lánsfyrirkomulagið í það horf,
sem viðunandi  og hagfellt getur  talizt.
I frumvarpi Péturs var meðal annars
gert ráð fyrir þessum breytingum, auk
þeirra, sem teknar voru upp í frumvarp
sjávarútvegsnefndar: að tekjur sjóðsins
voru auknar með því að hækka fisk-
veiðasjóðsgjaldið úr %% í 2%. Sam-
kvæmt útflutningsmagni og verðlagi
sjávarafurða undanfarinna 9 ára, reikn-
aðist honum til, að 2% fiskveiðasjóðs-
gjald mundi gefa sjóðnum um 800 þús.
kr. tekjur á ári. Út á ný skip með nýj-
um vélum megi lána allt að % virðinga-
verðs í stað helmings, en sé skipið smíð-
að innanlands, megi hámark lánsins
nema allt að % virðingarverðs í stað %,
enda komi þá til viðbótar trygging, sem
sjóðstjórnin metur gilda. Að lengsti láns-
tími sé 15 ár i stað 12 og hámarkslán sé
150 þús. kr. í stað 50 þús. kr.
Hefðu þessar breytingar verið gerðar
á Fiskveiðasjóði og fiskveiðasjóðsgjaldið
verið hækkað upp í 2%, má telja liklegt,
að þá fyrst hefði svo verið að honum
búið, að hann gæti orðið sjávarútvegin-
um. sú bjál])arhella, sem hann þarf og á
að vera. Enginn efi er á því, að stofnlána
þörf báíaútvegsins eykst hröðum skreí'-
um á næstunni, og má mikið vera, ef ekki
					
Fela smįmyndir
Fremri kįpaI
Fremri kįpaI
Fremri kįpaII
Fremri kįpaII
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIV
Aftari kįpaIV