Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						182
Æ   G   I   R
ist að þessu alriði, því að hinn niargra
alda verzlunarfjötur var einmitt um þetta
leyti að falla af þjóðinni. Hún þráði því
að mega verzla þar, sem lienni þólti
ábatasamast, þar sem vörurnar voru
beztar og ódýrastar. — En þrátt fyrir
það, að margir létu áðurnefnd sjónar-
mið marka afstöðu sína til málaleitunar
Frakka, voru hinir þó miklu fleiri, sem
lögðust ákaft gegn þvi, að Frakkar fengju
hér nokkur yfirráðasvæði, hvort heldur
var í þágu útgerðar eða verzlunar. Þessi
andúð átti fyrst og fremst rætur sínar
að rekja til þess, að fólk óttaðist, að þeir
mundu færa sig upp á skaptið og kló-
fesla fleiri staði, er stundir liðu fram.
Og hefði svo undið fram, mátti vænta
þess, að hér yrði allmargt franskra
manna, og áhrifa þeirra mundi á ýmsa
lund gæta í svo ríkum mæli, að lil
óíarnaðar yrði fyrir þjóðina í heikl.
Einnig var bent á það í þessu sambandi,
að fyllstu líkur væru til þess, að íslend-
ingar mundu tapa þeim saltfiskmörkuð-
um, er þeir voru að byrja að ná í Suður-
löndum, ef Frakkar fengju aðstöðu til
að verka hér fisk í ríkum mæli.
Mál þetta var all mikið rælt i blöðum
og tímaritum og kom víðast fram andúð
gegn þvi, þótt skoðanir manna væru all
misjafnar. Enginn mun Iiafa ritað jafn
einarðlega og afdráttarlaust um þetta
mál og Jón Guðmundsson ritstjóri. Mun
hann hafa ýtt nokkuð undir þá rimmu,
sem varð um mál þetla meðal þing-
manna. Hann tialdi, að Alþingi ætti í
engu að sinna þessu máli, þar sem það
væri ekki komið frá frönsku stjórninni.
Taldi liann vanvirðu fyrir þingið að
vera að gera ályktun í máli, sem væri
sent því af einhverjum Pétri eða Páli
utan úr viðri veröld. Jón Sigurðsson
forseti og ýmsir fleiri þingmenn and-
mæltu þessari skoðun og töldu sjálfsagt
og nauðsynlegt, að einmitt slíkt mál væri
afgreitt með einhverskonar ályktun, sem
konungur og ísl. stjórnardeildin í Höfn
gæti stuðst við, ef leitað væri hófanna um
þetta mál þar. Svo virðist sem Jóni
Sigurðssyni hafi verið legið á hálsi fyrir
þessa skoðun sina, og andstæðingar hans
hafi jafnvel viljað læða því inn hjá
landsmönnum, að hann hafi verið þvi
hlynntur, að Frakkar kæmu hér upp
fiskverkunarstöð. En þótt þeir nafnarnir
— Jón ritstjóri og Jón forseti — hafi ekki
verið á einu máli um, liversu Alþingi
skyldi afgreiða þetla mál, fór þó afstaða
þeirra til málaleitunar Frakka mjög
saman.
Afgreiðsla málsins á þingi 1855, var á
þann hátt, að því var fyrir tilstilli
konungsfulltrúans og Jóns Guðmunds-
sonar ritstjóra, visað til konungs mcð
svohljóðandi ályktun:
„Alþingi lýsir því yfir, að þetta mál,
sem snertir innbyrðis þjóðarviðski])ti, og
þess vegna hlýtur að afgreiðast á þann
hátt, að hlutaðeigandi stjórnir semji um
það sín á milli, sé að öllu leyti fyrir utan
þann verkahring, sem löggjöfin hefir
ákveðið þinginu, og visar þvi beiðendum
til hinnár dönsku stjórnar".
En þó ályktun þessi væri samþykkt
var málið eigi úr sögunni og afskiptum
ísl. af því ekki lokið.
Meðal landa í Höfn var mál þetta mjög
mikið rætt, og tóku isl. stúdentar þar
málið fyrir til umræðu haustið 1856.
Hinn merki landi vor, Þorleifur Repp,
gekkst fyrir því að efnt var til fundar
um málið. Vildi hann láta safna áskorun-
um til konungs, um að banna allt slíkt
nýlendunám úllendinga á Islandi, og að
hverjum Islending væri bannað að af-
lienda útlendingum nokkurn jarðai'-
skika. Aðalsluðningsmaður Repps var
Arnljótur Ólafsson, en til andsvara varð
					
Fela smįmyndir
Fremri kįpaI
Fremri kįpaI
Fremri kįpaII
Fremri kįpaII
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIII
Aftari kįpaIV
Aftari kįpaIV