Ægir - 01.11.1955, Blaðsíða 15
ÆGIR
285
ALLIANCE H.F. 50 ÁRA
Jón Forseii:
Þann 18. f. m. átti elzta togaraútgerðarfélag landsins — Alliance h/f — fimmtíu
ára afmæli. Stofnendur voru Thor Jensen kaupmaður, sem jafnframt var fyrsti fram-
kvæmdastjóri félagsins, og skipstjórarnir Halldór Kr. Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Jón
Sigurðsson, Jafet Ólafsson, Magnús Magnússon og Kolbeinn Þorsteinsson. Hér er um að
ræða mjög merkan áfanga, ekki einungis í sögu þessa
félags, heldur og í sögu togaraútgerðar á íslandi al-
mennt. Þetta var fyrsta tilraunin til félagsstofnunar
um togaraútgerð, sem tókst hér-
lendis og fyrsti togari þess, „Jón
forseti“ fyrri, var jafnframt
fyrsti togarinn, sem byggður
var fyrir íslendinga. Félagið
gerðist brátt umsvifamikið í
útgerðar- og fiskverkunarmál-
um og hefur víða borið niður í
þeim efnum; starfrækt m. a.
lifrarbræðslu, saltfiskverkun,
skreiðarverkun og síldarbræðsl-
ur. — Núverandi framkvæmda-
stjóri félagsins er Ólafur H.
Jónsson. „Ægir“ árnar Alliance
ólafur H. Jónsson. h/f allra heilla á komandi árum.