Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1985, Blaðsíða 51

Ægir - 01.03.1985, Blaðsíða 51
Mirining: Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaður frá Ólafsfirði agnús Camalielsson útgerð- s .rT1aour í Ólafsfirði lést 3. janúar Wt;á'fníræður aldr'• Hann oC-uSt ^ ^raunum í Fljótum 7. ober 1899 og voru foreldrar t ,ns . Gamalíel Friðfinnsson esmiður og kona hans Helga 'msdóttir. Með honum er horf- n svipmiki11 persónuleiki, og eyrnanlegur öllum þeim er Mmkynntust- 3 a8nús hóf sjósókn ungur að ^ m og 24 ára gamall var hann Ól tormaður á bátum frá Qt„a Sl'r^' °8 1928 hóf hann eigin er °g fiskverkun samhliða, sem hann rak síðan af miklum dugnaði. Frá því að Magnús keypti sinn fyrsta bát árið 1928, en hann var 8 smálestir að stærð, lét hann smíða marga báta stærri og full- komnari. Fjóra af þeim lét hann smíða á Akureyri, þar á meðal fyrsta stálskipið er smíðað var hjá Slippstöðinni á Akureyri, Sigur- björgu ÓF 1 og 1979 lét hann smíða glæsilegan 500 rúmlesta skuttogara þar, sem ber sama nafn. Upp úr 1950 reisti hann myndarlegtfiskverkunarhús, sem var eitt hið fyrsta hér á landi, þar sem aðstaða var til að þurrka saltfisk. Áratug síðar var því breytt í hraðfrystihús, Hraðfrysti- hús Magnúsar Gamalíelssonar h.f., þar sem nú vinna á annað hundrað manns. Árið 1928 kvæntist Magnús, Guðfinnu Pálsdóttur frá llluga- stöðum í Fljótum. Þau hjónin eignuðust fimm börn, tværdætur og þrjá syni; eru þau Helga, Ásdís, Gunnar, Svavar BergogSigurgeir Þeir bræður Svavar og Sig- urgeir hafa séð um rekstur fyrir- tækisins hin síðari ár. Magnús Gamalíelsson var einn af dug- mestu útgerðar- og athafna- manna í Ólafsfirði allt frá því hann hóf þaðan eigin útgerð 1928. Auk útgerðar og fisk- vinnslu beitti hann sér mjög fyrir ýmsum þeim málum sem verða máttu til framdráttar fyrir Ólafs- fjörð. Um áratugaskeið var hann í fararbroddi í hafnarmálum, einn helsti hvatamaðurað breytingum íshúss Ólafsfirði í Hraðfrystihús Ólafsfjarðar og framkvæmda- stjóri þess fyrstu árin. Hann var einn af forystumönnum stofnunar rafveitu í Ólafsfirði og fyrsti stjórnarformaður hennar og í byggingarnefnd Garðsárvirkj- unar. í stjórn vélbátatryggingar Eyjafjarðar og formaður um ára- tugi. Svo og lét hann slysavarn- armál mjög til sín taka og sat um skeið í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Hann var kosinn heiðursborgari Ólafsfjarðarkaupstaðar 1977 og sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1981. Magnús hóf snemma afskipti af starfsemi Fiskifélags íslands og 1942 var hann fyrst kosinn á Fiskiþingog sat þarsamtals í 30 ár og í stjórn félagsins í mörg ár. Þeir sem þar kynntust Magnúsi dáðust mjög að málflutningi hans í öllum þeim málum er hann barðist fyrir á sviði sjósóknar og fiskvinnslu, enda byggði hann á mikilli reynslu í þeim málum. Hann var einlægur og sannur Fiskifélagsmaður. Stjórn og starfsfólk Fiskifélags íslands þakkar að leiðarlokum einstök störf og alúðleg kynni og sendir frú Guðfinnu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Magn- úsar Gamalíelssonar. Þorsteinn Gíslason ÆGIR-99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.