Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 4
KJARASAMNINGAR OPINBERRA STARFSMANNA Eins og sagt er frá í fréttagrein í þessu hefti, mun setning laga nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna hafa veruleg áhrif á starfsemi Lög- fræðingafélags islands. í samræmi við 3. gr. í lögum þessum hefur Bandalag háskólamanna (BHM) fengið viðurkenningu til að vera í fyrirsvari ríkisstarfs- manna í aðildarfélögum sínum og ófélagsbundinna manna, sem í þeim fé- lögum gætu verið. Mun BHM gera svokallaðan aðalkjarasamning, en skv. 5. gr. laga nr. 46/1973 skal í honum kveðið á um fjölda launaflokka, meginreglur til viðmiðunar um skipan í launaflokka, föst laun, vinnutíma, laun fyrir yfir- vinnu og orlof, svo og ferðakostnað. Þar sem Lögfræðingafélag íslands er eitt af aðildarfélögum BHM, mun það síðan semja um þau atriði, sem talin eru í 6. gr. laganna: skipan starfsheita og manna í launaflokka og fleira. Haldinn var fundur lögfræðimenntaðra ríkisstarfsmanna 12. júní s. I. til að ræða og álykta um aðild félagsins að gerð væntanlegra kjarasamninga og um gjaldtöku vegna þeirra. Vert er að vekja athygli á, að hér er um að ræða málefni, sem geta varðað menn, er nú eru ekki í lögfræðingafélaginu. Um gjöld þeirra til BHM og félagsins er ákvæði í 6. mgr. 3. gr. laga nr. 46/1973. Frá fundinum er sagt á öðrum stað í þessu hefti. i hinum nýju lögum segir, að ríkisstarfsmenn einir velji fulltrúa í samninga- nefndir. Verður að stofna innan félagsins einhvers konar deild ríkisstarfs- manna, þó að varla sé unnt að koma fastri skipan á hana fyrr en á aðalfundi síðar. Kjaramálanefndin, sem kosin var á aðalfundinum í desember s.l., getur ekki annazt samningagerð fyrir félagið, og var af þeim sökum kosin sérstök samninganefnd á fundinum 12. júní. Vekja má athygli á, að lög nr. 46/1973 gilda ekki um ráðherra, hæstaréttar- dómara, saksóknara ríkisins, starfsmenn Alþingis, starfsmenn ríkisbanka eða starfsmenn annarra lánastofnana ríkisins. í 32. gr. laganna segir, að þau gildi um starfsmenn sveitarfélaga með þeirri breytingu, að fyrir þá semja einstök félög starfsmanna, sem sveitarstjórnir viðurkenna. í þessu felst, að BHM sem- ur ekki fyrir starfsmenn sveitarfélaga, en hugsanlegt er, að deildir innan lög- fræðingafélagsins geri það. Er það þó enn ekki ákveðið. Af framansögðu sést, að nú bíða BHM og lögfræðingafélagsins ný verk- efni, sem eru mikilvæg, en geta jafnframt reynzt erfið, meðan verið er að móta starfið og öðlast reynslu. Verða allir þeir lögfræðingar, sem málið varðar, að stuðla að því, að vel takist. Þór Vilhjálmsson 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.