Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 10
Hákon Guðmundsson fyrrverandi forseti Félagsdóms: KJARASAMNINGAR Kjarasamningar, en svo nefni ég þá samninga, sem vinnuveitendur og stéttarfélög gera um kaup og önnur kjör launþega, eru nú á tímum einhverjir mikilvægustu samningar, sem gerðir eru. Með þeim eru kjör meginþorra launþega ákveðin. Þjóðarhagur ræðst mjög af þeim, og við gerð þeirra geta orðið slík átök, að hrikti í þjóðfélagsbygging- unni. Þeir eru rauði þráðurinn í fjárhagslegri afkomu launþegans og skipta sköpum í rekstri atvinnurekandans. Hér eru þannig þeir hags- munir í húfi, að ríkisvaldið hefur fyrir löngu talið sér skylt að láta þessi mál til sín taka og hefur þróun þessara mála orðið sú, að lausn vinnudeilna er í vaxandi mæli viðfangsefni stjórnvalda og jafnvel lög- gjafans. Á ýmsu hefur gengið í sögu mannkynsins um kjör launþegans. Er það löng og mikil saga, allar götur frá þrældómi og ófrelsi upp í þann hástól valds og áhrifa, sem stéttarfélög nútímans skipa. Rek ég ekki þá sögu hér, enda er það efni í annan lestur. Þó má líta sem snöggvast um öxl til miðbiks s. 1. aldar. Þá — á blómaskeiði liberalismans — einstaklingshyggjunnar, ríkti sú skoð- un, að fullkomið samningafrelsi, án afskipta hins opinbera eða annarra aðila, ætti að ríkja í samskiptum manna og þá einnig á sviði launa- málanna. Vinnuveitandinn og launþeginn skyldu sem jafnréttháir að- ilar koma sér saman um þann vinnusamning, er gilda skyldi þeirra í milli. En kaldur veruleikinn leiddi fljótt í ljós, að hér var engan veginn um jafnræði að tefla. Aðstaða hins efnalausa launþega var í reynd sú, að hann mátti sín lítils í samskiptunum við vinnuveitandann. Þar fór allt meira eftir geðþótta hins síðarnefnda, og launþeginn, sem var háður eftirspurninni á vinnumarkaðinum, varð að hlíta þeim kjörum, sem honum voru boðin. Þessi ójafna aðstaða átti m. a. sinn þátt í því, 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.