Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 9
Jónatan Þórmundsson prófessor: BROT GEGN FRIÐHELGI EINKALÍFS I. Inngangur. 1) 1 XXV. kafla alm. hgl. eru nokkur ákvæði til verndar friðhelgi einkalífs og æru. Þessi réttargæði eru skyld. Hvor tveggja fela í sér vernd fyrir persónu manns, einkalíf hans og einkamál, skapgerðarein- kenni, skoðanir og siðferðislega eiginleika. Brot gegn ákvæðum þess- um eru dæmigerð friðarbrot, röskun á rétti manns til að lifa í friði fyr- ir forvitni náungans eða illkvittni. 2) Að nokkru leyti eru þessi réttindi tryggð í sjálfri stjórnarskránni, sbr. ákvæði 63. og 64. gr. um trúfrelsi, 65. gr. um persónufrelsi og 66. gr. um friðhelgi heimilis og bréfhelgi. En í stjórnarskránni eru auk þess ákvæði um önnur réttindi, sem ekki eru að öllu leyti samþýðan- leg, einkum 72. gr. um prentfrelsi. I því sambandi má einnig nefna ákvæði alþjóðasáttmála um tjáningarfrelsi almennt, sbr. 19. gr. samn- ings um borgara- og stjórnmálaréttindi frá 16. des. 1966 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins frá 4. nóv. 1950, sbr. augl. um fullgildingu nr. 11/1954. Enn fremur má geta um 19. gr. mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 10. des. 1948. Óhjákvæmi- legt er, jafnt í landslögum sem alþjóðasamningum, að setja tjáningar- frelsinu nokkur takmörk, til að því verði ekki misbeitt gegn sínum eig- in tilgangi. Tjáningarfrelsi er lítils virði, ef með því er unnt að kúga andstæðinga til þagnar með ærumeiðandi ósannindum eða rætnum uppljóstrunum um viðkvæm einkamál manna. Þess vegna verður að finna eitthvert jafnvægi, er veiti öllum þj óðfélagsþégnum sem víð- tækast frelsi til tjáningar, án þess að takmarkanir á því verði skálka- skjól spillingar og skoðanaeinokunar. 3) Hér á eftir verður aðeins fjallað um friðhelgi einkalífs í þrengri merkingu, en æruverndinni ekki gerð sérstök skil. Ákvæði um friðhelgi einkalífs er að finna í 228.—233. gr. alm. hgl. Þau eru allsund- 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.