Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 53
Ávíð dreif NORRÆNAR STOFNANIR Nordiska samarbetsorgan kallast nýútkomin bók, rúmlega 200 bls., sem á a3 vera hjálpargagn til að auðvelda samskipti milli norræna stofnana og milli slíkra stofnana og almennings. Bókinni er skipt í 3 hluta. Fyrst er sagt frá Norðurlandaráði og stofnunum þess, þá ráðherranefnd Norðurlanda og stofnunum á hennar vegum og loks frá fjölda norrænna stofnana annarra, sem eiga að starfa til frambúðar. Milliríkjasamningur um samstarf Norðurlanda almennt var ekki gerður fyrr en 1962, og kallast hann manna á meðal Helsingsfors-sáttmálinn. Hér á landi var hann birtur með auglýsingu nr. 7/1962, sbr. og augl. nr. 16/1971. Þar er kveðið á um starf Norðurlandaráðs, ráðherranefndarinnar o.fl. Hér á eftir verður sagt frá nokkrum atriðum, sem getið er um í Nordiska samarbetsorgan, og þau helst valin, sem ætla má, að veki áhuga íslenskra lögfræðinga. Norðurlandaráð. í því „starfa saman þjóðþing og ríkisstjórnar Norðurlanda", eins og segir í 39. gr. Helsingsfors-sáttmálans. Lögþing og landsstjórn Fær- eyja og stjórn Álandseyja taka þátt í störfum ráðsins án atkvæðisréttar. Ár- lega eru kosnir í ráðið 78 þingmenn, 6 þeirra af Alþingi. Tala ráðherra í Norðurlandaráði fer eftir ákvörðun ríkisstjórnanna. Ráðið heldur aðalþing í febrúar ár hvert, en við og við eru aukaþing og nefndafundir eru tíðir. i for- sætisnefnd ráðsins er einn maður frá hverju hinna 5 norrænu ríkja. Ragn- hildur Helgadóttir átti sæti í nefndinni af íslands hálfu 1976, en varamaður var Jón Skaftason. Forsætisnefndin hefur skrifstofu í Stokkhólmi, og er aðalritari nefndarinnar Helge Seip, fyrrum ráðherra frá Noregi. Af 22 starfs- mönnum á skrifstofunni er einn íslendingur, Ólafur Pétursson hagfræðingur, sem er ritari samgöngunefndar Norðurlandaráðs. Friðjón Sigurðsson er rit- ari islandsdeildar ráðsins og á jafnframt sæti í ritaranefnd þess. Fulltrúar íslands í Norðurlandaráði 1976 voru: Ásgeir Bjarnason, Gylfi Þ. Gíslason, Jón Skaftason, Magnús Kjartansson, Ragnhildur Helgadóttir og Sverrir Hermans- son. Varamenn voru: Axel Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson, Gils Guðmunds- son, Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason og Sigurlaug Bjarnadóttir. í Nordiska samarbetsorgan eru taldar 8 nefndir Norðurlandaráðs, þ. á m. laganefnd. Ásgeir Bjarnason á sæti í henni af islands hálfu og er varaformaður. I bók- inni segir, að sérstakir tengslamenn starfi í ráðuneytum og ríkisstofnunum á Norðurlöndum til að greiða fyrir samstarfi ráðsins og stjórnsýslustofnana. Ráðuneytisstjórar hér á landi eru tengslamenn og deildarstjórar þeim til að- stoðar í 2 ráðuneytum. Engir tengslamenn eru í öðrum ríkisstofnunum hér á landi, enda er það sjaldgæft annars staðar. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.