Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 3
ÍIHAKII — — 1. (í(.iim;i»i\(.a 2. HEFTI 27. ÁRGANGUR OKTÓBER 1977 STJÓRNARSKRÁIN i þessu hefti birtist ritgerð eftir dr. Gunnar G. Schram prófessor um endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Þar er gerð grein fyrir viðhorfum hans til ýmissa atriða. Vafalítið er þar um að ræða flest hin sömu atriði og mest hafa verið rædd í stjórnarskrárnefndinni, sem kosin var 1972. Gunnar hefur starfað fyrir nefndina sem ráðunautur síðan vorið 1975. Eins og minnt er á í grein Gunnars G. Schram unnu nefndir að endurskoðun stjórnarskrárinnar á fyrstu lýðveldisárunum, en luku ekki störfum. Sennilega hefur skort pólitískan vilja til þess. Þó hefur stjórnarskránni, eins og lesendur vita, verið breytt tvívegis eftir 1944. Þegar kjördæmaskipanin var endurskoðuð 1959, kom til harðra stjórnmálaátaka, en lækkun kosningaaldurs I 20 ár 1968 fór fram hávaðalaust. Fáir munu andvígir því að breyta stjórnarskránni í nútímalega löggjöf, enda má kalla, að hún sé um margt meira en aldargömul og að hún beri þess of mörg merki, að viðhorfin hafa breyst. Þegar slík heildarendurskoðun fer fram, er sú spurning áleitin, til hvers stjórnarskráin sé. Sjálfsagt geta flestir orðið sammála um svar í almennum orðum, eins og það, að í stjórnarskránni eigi að setja meginreglur um ríkisskipanina og tryggja lýðræði og mannréttindi. Þetta svar er gott og gilt, en nær skammt. Næsta vafasamt er til dæmis, hve mörg atriði á að fjalla um í stjórnarskránni. Vel kemur til greina, að hún verði t.d. 10 sinnum lengri en núgildandi stjórnarskrá og fjalli með nokkurri nákvæmni um sveitarfélögin, stjórnarráðið, dómstólakerfið og helstu ríkisstofnanir aðrar, enda slíks dæmi í öðrum löndum. Þetta hefur lítið verið til umræðu hérlendis, enda e.t.v. ekki það, sem mestu skiptir. Umræðan hefur snúist meira um önnur álitaefni, sem mörg hafa verulega stjórnmálaþýðingu. Reglur um þingkosningar hafa t.d. verið ofarlega á baugi. i umræðum um nýja stjórnarskrá geta lögfræðingar að sjálfsögðu látið til sín heyra um allt, sem þeir telja skipta máli, eins og aðrir þegnar. Sérþekking 65

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.