Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 4
t AXEL V. TULINIUS Axel V. Tulinius fyrrverandi sýslumaður lést í Reykjavík af afleiðingum hjartaáfalls 22. nóv- ember 1976. Hann var fæddur í Reykjavík 4. apríl 1918. Voru foreldrar hans hjónin Hall- grímur A. Tulinius stórkaupmaður og fyrri kona hans Hrefna Lárusdóttir, skókaupmanns Lúð- víkssonar. Axel lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1936 og lögfræðiprófi vorið 1941 með ágætum vitnisburði, enda flugskarpur og farsæll námsmaður. Að lögfræðiprófi loknu rak hann um fjögurra ára skeið heildverslun í Reykjavík ásamt föður sínum. Árið 1945 gekk hann í þjónustu hins opin- bera, er hann var skipaður lögreglustjóri og oddviti í Bolungarvík. Þeim störfum gegndi hann, uns hann var skipaður bæj- arfógeti í Neskaupstað 1. nóvember 1953. Hann var sýslumaður í Suður-Múla- sýslu frá 1. júlí 1960 til 1. janúar 1967, en þá gerðist hann fulltrúi við borgar- fógetaembættið í Reykjavík og starfaði þar til dauðadags. Axel Tulinius var vinsæll embættismaður, hjálpsamur og greiðvikinn, sem laðaði að sér fólk með réttsýni sinni og Ijúfmennsku. Hann var vel að sér í lögfræði og farsæll í lögfræði- og dómsstörfum og jafnan boðinn og búinn að veita mönnum lögfræðilegar leiðbeiningar, enda mjög umhugað um, að menn næðu rétti sínum, ekki síst þeir, sem minna máttu sín. Hann var mikill mannasættir. Axel Tulinius hafði lifandi áhuga á framfaramálum þeirra byggðarlaga, sem hann starfaði fyrir, og varð þar fljótlega virkur og leiðandi þátttakandi í félagsstarfi á fjölmörgum sviðum. Hvar sem hann starfaði, eignaðist hann fjöl- marga vini og naut óvenjulegra vinsælda fyrir dugnað og alúðlega framkomu. Þannig var hann strax og hann kom til Bolungarvíkur kosinn í hreppsnefnd Hólshrepps 1946. Þegar sama ár var hann valinn til framboðs til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestur-isafjarðarsýslu gegn Ásgeiri Ásgeirssyni, síðar forseta Islands, og aftur við Alþingiskosningarnar 1949. Hann var 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður-Múlasýslu til Alþingis 1956 og 1959 og síðar formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austfjarðakjördæmi, meðan hann bjó á Eskifirði. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, starfaði hann þar mikið 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.