Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 8
skipstjóra. Þá ólu þau hjónin upp dótturdóttur sína, Þóru Jónsdóttur, sem var mikill augasteinn afa síns. Guðbjörgu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég innilega samúð mína. Pétur Már Jónsson. STURE PETRÉN Einn fremsti og þekktasti lögfræðingur Sví- þjóðar, Sture Petrén, andaðist 13. desember 1976. Varð hann bráðkvaddur í Genf í Sviss, þar sem hann var þá að störfum við eitt af hinum margvíslegu lögfræðiverkefnum, sem honum voru falin á alþjóðavettvangi. Embættisprófi í lögfræði lauk hann áður en hann hafði náð 21 árs aldri. Að því loknu nam hann sögu, fagurfræði og tungumál í Freiburg í Þýskalandi. Áhugamál hans voru þá mörg, og og fáir vissu, á hvaða sviði hann myndi velja sér lífsstarf. Hann var einn þeirra fáu sístarfandi eljumanna, sem virtust hafa nægan tíma iil þess að sinna öllum þeim málum, er hann fékk áhuga á. Þessir hæfileikar hans komu og fram í rík- um mæli í þeim fjölmörgu ábyrgðar- og trún- aðarstörfum, er honum voru falin á lífsleið hans, ekki aðeins í heimalandi hans, heldur og á alþjóða vettvangi. Eftir að Sture Petrén hafði lokið námi, eins og að framan segir, starfaði hann sem dómari við ýmsa dómstóla í Svíþjóð, þar á meðal við „Arbetsdom- stolen“ á árunum 1939—1941. Á árinu 1950 var hann skipaður deildarstjóri í lögfræðideild sænska utanríkisráðuneytisins, og stjórnaði hann þeirri deild til ársins 1963, fyrstu árin sem sendiráðunautur, en síðar með ambassadors- tign. Á þessum árum var hann einnig lögfræðilegur ráðunautur sænsku sendi- nefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, eða alls um 12 ára skeið. Árið 1963 var Sture Petrén skipaður í æðsta dómaraembætti í Sviþjóð, sem er forseta- starfið í Svea Hovrátt. Þann tignarstól sat hann þó aðeins fá ár, því að 1966 var hann kjörinn í Haagdómstólinn, og tók við þeim starfa snemma næsta árs. Lögfræðistörf Sture Petrén voru ekki öll bundin við heimaland hans. Vegna þekkingar hans á hinum margvíslegu sviðum lögfræði voru honum falin fjöl- mörg störf á alþjóðavettvangi. Þannig var hann t.d. dómari í Vinnumáladóm- stóli Sameinuðu þjóðanna á árunum 1954—1967, og í Mannréttindanefnd Evrópuráðsins í Strasbourg var hann kjörinn árið 1954. Starfaði hann í þeirri nefnd til ársins 1967 og var forseti hennar árin 1963—1967. Þá var hann kjör- inn í mannréttindadómstól Evrópu 1974 og átti þar sæti til dauðadags. Hann var dómari við fasta alþjóðagerðardóminn í Haag frá 1955. Á árunum 1967— 1976 var Sture Petrén dómari í Alþjóðadómstólnum í Haag, svo sem fyrr er að vikið. Auk allra þessara dómstarfa var Sture Petrén oft tilnefndur sérstaklega 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.