Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 3
TIMAHII- <S lÍH.I IC i:dim>\ 2. HEFTI 28. ÁRGANGUR ÁGÚST 1978 LAGAREGLUR UM RÍKISSTJÓRNINA Þessi orð eru skrifuð 12. ágúst 1978. Yfir standa viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar og hafa gert um skeið, því að ráðuneyti Geir Haligríms- sonar, sem skipað var 28. ágúst 1974, baðst lausnar 27. júní s.l., tveim dögum eftir kosningar til Alþingis. Forseti bað stjórnina að gegna störfum, þar til ný hefði verið mynduð, og sýnist hafa verið fallist á þau tilmæli. í blöðum hefur verið sagt nokkuð frá ýmsu, sem á góma hefur borið í viðræðum um stjórnarmyndun síðan. M.a. mun hafa verið á það minnst, að eigi mætti lengur dragast að endurskoða stjórnarskrána. Hefur það reyndar heyrst fyrr. — Stjórnarkreppan og hugmyndin um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru til- efni þess, að hér verður vikið nokkrum orðum að ríkisstjórninni og stjórn- skipulegri stöðu hennar. Er furðu margt óljóst um réttarreglur á þessu sviði, og væri tilefni til að hafa það í huga, þegar ný stjórnlög verða sett. 1) í stjórnarskránni er gengið út frá því, að ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald, heldur taki hver ráðherra um sig ákvarðanir, en segi frá þeim, sem mikilvægar eru, á ráðherrafundum og gefi öðrum ráðherrum þar með tækifæri til að láta skoðun sína í Ijós. i nokkrum lögum segir, að málefni heyri undir ríkisstjórnina alla, t.d. 2. gr. laga nr. 2/1978, er varðar gengis- mál. Stundum kemur einnig fram opinberlega, að ráðherrar telja sig ekki geta greitt úr máli, fyrr en þeir hafa rætt það í ríkisstjórninni og haga orð- um sínum þannig, að engu er líkara en þeir telji hana en ekki sig taka ákvörð- unina. í öðrum löndum eru reglur um þetta efni með sitt hverjum hætti. Ljóst er, að það torveldar myndun samsteypustjórna, ef málum ætti að ráða til lykta með atkvæðagreiðslum á ríkisstjórnarfundum, enda mun svo ekki gert í raun hérlendis. Hitt er Ijóst, að full ástæða er til að taka af allan vafa, sem nú virðist vera, um valdskiptingu einstakra ráðherra og ríkisstjórnarinn- ar allrar. 2) í stjórnarskránni segir, að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Hver ber þá ábyrgð á athöfnum hans, þegar reynt er að mynda stjórn? Þetta er að vísu fremur fræðileg en raunhæf spurning, en deilur, sem urðu í Noregi 1928 og 1971 um gerðir konungs, þegar þannig stóð á, sýna þó, að þetta 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.