Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 9
Foreldrar og æskuheimili Óskars Borg mótuðu hann mjög, en eins og al- kunnugt er, voru foreldrar hans brautryðjendur íslenskrar leiklistar og móðir hans um langt árabil dáðasta leikkona hér á landi. Honum og systkinum hans var þv( í blóð borin leiklistargáfa og áhugi fyrir leiklist og verður því Óskars Borg trauðla minnst svo ekki verði getið starfa hans á því sviði. Á yngri árum lék hann í mörgum leikritum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og síðast setti hann ímyndunarveikina á svið hjá Þjóðleikhúsinu árið 1951. Óskar Borg var hár maður vexti og fyrirmannlegur og vakti því athygli hvar sem hann fór. Við samstarfsmenn Óskars síðustu starfsár hans geymum minn- ingu um góðan starfsfélaga, skemmtilegan og glaðværan viðmælanda og síðast en ekki síst mann einstaklega háttvísan í öllu dagfari, sem ætíð gaf sér tíma til að aðstoða og gefa ráð, þegar til hans var leitað. Óskar var hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann var kvæntur mikilli ágætis- konu, Elísabetu Flygenring og áttu þau tvö börn, Ragnar, viðskiptafræðing og framkvæmdastjóra og Önnu. Langt fram á áttræðisaldur var Óskar heilsugóður og stundaði sér til heilsu- bótar göngur um götur borgarinnar. Siðustu æviár sín átti hann við alvarlegan heilsbrest að stríða og naut þá einstakrar umönnunar konu sinnar. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum skal vottuð samúð. Blessuð sé minning Óskars Borg. Sveinn H. Ragnarsson. LÁRUS JÓHANNESSON Lárus Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og síðar hæstaréttardómari, var fæddur á Seyðis- firði 21. október 1898, og lést að heimili sínu, Suðurgötu 4, Reykjavík, 31. júlí 1977. Hann var sonur Jóhannesar bæjarfógeta á Seyöisfirði og síðar í Reykjavík Jóhannessonar og konu hans, Jósefínu Lárusdóttur Blöndals. — Foreldrar Jóhannesar bæjarfógeta voru Jóhannes Guð- mundsson sýslumaður í Mýra- og Hnappadals- sýslu og Maren dóttir Lárusar Thorarensens sýslumanns Skagfirðinga. Lárus var sonur Stef- áns Þórarinssonar amtmanns á Möðruvöllum. Móðir Marenar var Elín Jakobsdóttir Havsteins kaupmanns á Hofsósi, systir Péturs amtmanns, einnig á Möðruvöllum. Faðir Jósefínu var Lárus sýslumaður Blöndal að Kornsá í Vatnsdal, Björnssonar sýslumanns að Hvammi í Vatnsdal, þess er tók upp ættarnafnið og mikill ættbogi er frá kominn. Kona Lárusar Blöndals og móðir Jósefínu var Guðrún Þórðardóttir verslunarstjóra á Hofsósi og síðar Akureyri, Helgasonar. Lárus Jóhannesson lauk lögfræðiprófi með glæsibrag 21 árs gamall eftir þriggja ára nám. Að prófi loknu var hann árlangt við framhaldsnám í Dan- 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.