Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 43
Ávíð oíí dreif NÝ STJÓRNARSKRÁRNEFND Hinn 6. maí s.l. samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar, að þar sem 6 ár eru liðin síðan stjórnarskrárnefnd var kosin, og það er lengri tími en venjulegur kjörtími þingkjörinna nefnda og ráða, skuli að loknum kosningum til Alþingis tilnefna að nýju 9 menn [ stjórn- arskrárnefnd af hálfu þeirra stjórnmálaflokka, sem fulltrúa eiga á nýkjörnu Alþingi, og í hlutfalli við þingmannatölu þeirra. Skal hin nýja nefnd skila innan tveggja ára álitsgerð og tillögum um endurskoðun stjórnarskrárinnar og taka sérstaklega til meðferðar kjördæmaskipun, kosningaákvæði stjórnskipunar- laga, skipulag og starfshætti Alþingis og kosningalög." Forsætisráðuneytið gaf út svohljóðandi fréttatiIkynningu 27. nóvember s.l.: „Skipuð hefur verið ný stjórnarskrárnefnd samkvæmt ályktun Alþingis frá 6. maí s.l. Kvað ályktunin á um að tilnefningu níu manna í nefndina af hálfu stjórnmálaflokka sem sæti hlytu á nýkjörnu Alþingi í hlutfalli við þingmanna- tölu flokkanna. Alþýðubandalagið tilnefndi Ftagnar Arnalds ráðherra og Ólaf Ragnar Gríms- son alþingismann en til vara alþingismennina Lúðvík Jósepsson og Gils Guð- mundsson. Alþýðuflokkurinn tilnefndi Gylfa Þ. Gíslason prófessor og Jón Baldvin Hannibalsson skólameistara. Framsóknarflokkurinn tilnefndi Þórarin Þórarinsson ritstjóra og Sigurð Gizurarson sýslumann. Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi alþingismennina Gunnar Thoroddsen og Matthías Bjarnason og Tómas Tómasson sparisjóðsstjóra. Samkvæmt ályktun Alþingis ber nefndinni að skila álitsgerð og tillögum um endurskoðun stjórnarskrárinnar innan tveggja ára. Hún skal taka sérstak- lega til meðferðar kjördæmaskipun, kosningaákvæði stjórnskipunarlaga, skipu- lag og starfshætti Alþingis og kosningalög. Forsætisráðherra hefur kallað stjórnarskrárnefnd til fyrsta fundar 1. desem- ber n.k. Nefndin mun sjálf kjósa sér formann." Nefndin hefur nú tekið til starfa. Dr. Gunnar Thoroddsen fyrrv. ráðherra var kjörinn formaður nefndarinnar. Ritari hennar er Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri, en ráðunautur dr. Gunnar G. Schram prófessor. 213

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.