Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 3
IIMAltll — — lÖl.llt I IHM. \ 2. HEFTI 30. ÁRGANGUR ÁGÚST 1980 LAGAREGLUR UM FORSETA LÝÐVELDISINS Fyrir forsetakosningarnar, sem fram fóru 29. júní s.L, var allmikið rætt um hlutverk forsetans og reglur um kosningu hans. Ákvæðin um vald forseta í stjórnarskránni eru ófullnægjandi, fyrst og fremst vegna þess, að þau eru úrelt að formi. Engin ástæða er til að segja í stjórnarskránni að forsetinn veiti embætti, kalli saman Alþingi, geri samn- inga við önnur ríki o.s.frv., en taka jafnframt fram, að hann láti ráðherra framkvæma vald sitt og sé ábyrgðarlaus. Það er að vísu vafalítið, hvernig ber að skýra þessi ákvæði eftir viðurkenndum lögskýringarreglum. Engu að síður má vera, að ákvæðin um það svokallaða vald forseta, sem hann hefur ekki í raun, freisti til viðleitni til að færa valdsviðið út og leiði til vandræða. I öðru lagi er framsetningin í stjórnarskránni lítt skiljanleg þeim, sem í hana grípa til að átta sig á reglunum um þessi efni með skyndilestri. Er ástæðulaust og óæskilegt, að stjórnarskráin sé jafn torskilin almenningi og hún er nú um valdmörk forsetaembættisins. Við þetta má reyndar bæta, eins og örlaði á i blaðaskrifum í júní, að vel má hugsa sér, að þjóðkjörinn forseti ætti að hafa meiri völd en er eftir ís- lenskum stjórnskipunarlögum. Hugmyndir um þetta létu minna yfir sér nú en stundum áður. Það er pólitískt en ekki lögfræðilegt álitaefni, hvert vald forsetans skuli vera, en óhætt ætti að vera að segja á þessum vettvangi, að það eykur varla festu í landsstjórninni, ef enn einn fyrirferðarmikill valda- aðili lætur þar til sín taka. Sú tillaga um forsetakosningarnar kom nokkrum sinnum fram í umræð- unum í sumar, að kosið skyldi tvívegis, ef atkvæði skiptust mikið í fyrstu umferð, t.d. svo, að enginn fengi 50% atkvæða eða meira. Frá lögfræðilegu sjónarmiði er breyting í þessa átt auðveld. Hitt er svo annað mál, hvort menn telja ástæðu til jafnmikillar fyrirhafnar og nýjar reglur hér að lútandi myndu leiða til. Reynslan af kosningu og störfum forseta leiðir varla til þess, að breytingu sé hraðað. / Þ. V. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.