Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķmarit lögfręšinga

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķmarit lögfręšinga

						Ávíö
ogdreif
BANDARÍKJAFERÐ DÓMARA 1979
Síðastliðið haust, dagana 27. september til 14. október, voru 8 íslenskir
dómarar í Bandaríkjunum í náms- og kynnisferð. Hugmyndin að þessari ferð
varð til, er hópur bandarískra dómara kom til íslands vorið 1978, en stjórn
Dómarafélags Islands sá þá um móttökur. Undirbúningur hófst strax að loknu
dómaraþingi 1978, og unnu að honum borgardómaramir Hrafn Bragason og
Magnús Thoroddsen ásamt stjórn dómarafélagsins. Skipulagningu vestra
annaðist framkvæmdastjóri American Judges Association í samlagi með
stofnuninni Eisenhower Exchange Fellowship, Inc, og í samráði við stjórn
Dómarafélags íslands.
íslensku dómararnir, sem allir voru með eiginkonum sínum, fóru fyrst til
höfuðborgarinnar Washington og voru þar í 6 daga. Síðan var farið til Boston
í Massachusetts og Fíladelfíu í Pennsylvaníu og loks til New York. í öllum
borgunum voru heimsóttir dómstólar á öllum stigum bæði innan dómstóla-
kerfis einstakra ríkja svo og í alríkiskerfinu, ýmsar stofnanir og embætti,
sem starfa í þágu dómstóla og dómsvalds, og einnig lagaskólar. Talað var
við fjölda bandarískra dómara, lögmenn, starfsmenn dómstóla, lögfræði-
kennara og fræðimenn í lögfræði, stjórnmálamenn svo og ýmsa aðra, sem
beint eða óbeint starfa við dómstóla eða hafa áhrif á starf og starfshætti þar.
Hér á eftir fer ekki eiginleg ferðasaga heldur frásögn af því helsta, sem
fyrir augu og eyru bar vestra og greinarhöfundur telur, að lögfræðingum
þyki áhugavert.
Fyrsta daginn í Washington var heimsótt stofnun The Federal Judicial
Center, en hún var sett á laggirnar með sérstökum lögum árið 1967. Eins
og nafnið bendir til starfar hún á sviði og í þágu alríkisdómstólakerfis Banda-
ríkjanna. Þetta er sjálfstæð og óháð stofnun, tilheyrandi þeirri grein ríkis-
valdsins sem fer með dómsvaldið, þriðju greininni eins og Bandaríkjamenn
orða það. Hlutverk og markmið hennar er að vinna að bættum starfsháttum
hjá dómstólum í Bandaríkjunum. í 1. gr. laganna frá 1967, sem hljóðar svo
í lauslegri þýðingu, segir að hlutverk stofnunarinnar sé:
1)   að hafa með höndum rannsókn og athugun á stjórnun og starfsháttum
dómstóla landsins og örfa og samræma slíkar rannsóknir og kannanir,
sem aðrir aðilar í þjóðfélaginu hafa með höndum.
2)   að semja og þróa tillögur og ábendingar um bættan rekstur og stjómun
dómstólanna og leggja fyrir dómstóla- og réttarfarsráð Bandaríkjanna
(the Judicial Conference of the United States) til umfjöllunar.
97
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV