Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķmarit lögfręšinga

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķmarit lögfręšinga

						ENDURSKOÐUN REGLNA
UM SVEITARSTJÓRNARMÁL
Þegar málefni ríkis og sveitarfélaga hafa verið til umræðu á undanförnum
árum, hefur yfirleitt verið litið á endurskoðun á verkaskiptingu milli þeirra
og á stjórnsýslukerfinu sem tvö aðskilin verkefni. Ef grannt er skoðað,
kemur þó í Ijós, að svo er ekki.
Árið 1960 ritaði nefnd sú, sem samdi frumvarp til sveitarstjórnarlaga nr.
58/1961, öllum sveitarstjómum í landinu bréf og sendi spurnarform til út-
fyllingar, þar sem grennslast var fyrir um afstöðu til stækkunar sveitarfélaga.
Málefnið fékk daufar undirtektir.
Þegar nokkur reynsla hafði fengist af hinum nýju sveitarstjórnarlögum
og vegna áskorunar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ríkisstjóm og
Alþingi, var skipuð nefnd til að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög
og kanna, hvort rétt þætti að breyta sýsluskipun með það fyrir augum að
taka upp stærri lögbundin sambönd sveitarfélaga en sýslufélög eru nú.
Nefnd þessi var skipuð í maí 1966 og skilaði áliti í október 1968. Megin-
inntak nefndarálitsins er tillaga um skiptingu landsins í 66 sveitarfélög.
Tillögur nefndarinnar hlutu takmarkaðan hljómgrunn meðal sveitarstjórnar-
manna og því varð minna úr breytingum en efni stóðu til. Varð ekki um
neitt frumkvæði ríkisvaldsins að ræða, svo sem mælt er fyrir um í 1. gr.
laga nr. 70/1970 um sameiningu sveitarfélaga, en nefndin samdi það frum-
varp til að greiða fyrir hugmyndum sínum.
Á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga í febrúar 1968 var
samþykkt ályktun um þriggja manna nefnd til þess ,,að endurskoða verk-
efnaskiptingu milli sveitarfélaga og ríkisins, skiptingu kostnaðar við fram-
kvæmdir á verkefnum og stjórn framkvæmda". Á grundvelll þessarar álykt-
unar voru samdar tillögur til breytinga og úrbóta, sem fram voru lagðar 1970.
I ársbyrjun 1972 voru gerðar nokkrar breytingar á verkefnum ríkis og sveitar-
félaga. Ríkið tók að sér alla löggæslu og kostnað við almannatryggingar að
sjúkrasamlögum undanskildum. Samtímis var gerð grundvallarbreyting á
tekjustofnalögunum.
í örstuttu yfirliti um endurskoðun á málefnum sveitarfélaga verður næst
að telja ákvæði málefnasamnings vinstri stjórnarinnar frá 1971, en þar segir:
„Endurskoða ber skiptingu verkefna og valds á milli ríkis og sveitarfélaga
í því skyni að auka sjálfsforræði byggðarlaga. Haft verður samráð við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga og samtök sveitarfélaga í einstökum lands-
hlutum um þessa endurskoðun".
172
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV