Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 4
AXEL Ó. ÓLAFSSON t Axel Ó. Ólafsson lögfræðingur, innheimtu- stjóri Ríkisútvarpsins, andaðist 13. ágúst sl. Axel var fæddur 21. janúar 1917, sonur hjón- anna Sylvíu Guðmundsdóttur og Ólafs Lárus- sonar héraðslæknis í Vestmannaeyjum. Axel lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1940, hóf síðan lögfræðinám við laga- deild Háskóla íslands og varð kandidat í lög- fræði vorið 1947. Eftir að laganámi lauk, gerðist Axel fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum um tveggja og hálfs árs skeið og stundaði síðan málflutning í Vestmannaeyjum um nokkurt skeið. Á árunum 1953-1963 var Axel starfs- maður tollstjórans í Reykjavík og síðan full- trúi borgarfógeta 1963-65, er hann gerðist inn- heimtustjóri Ríkisútvarpsins frá 1. janúar 1966, og gegndi því starfi til dauða- dags. Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi hlaut Axel 23. október 1959. Kynni okkar Axels hófust í Menntaskólanum á Akureyri, og við erum báðir af stúdentaárganginum 1940, sem ég hygg hafa sérstöðu meðal stúdentahópa, hvað samheldni snertir, því að hópurinn hefur komið árlega saman til að rifja upp gömul kynni. Hefir þá oft verið glatt á hjalla og Axel Ólafsson lagt ríkulega sitt lið til þess að fjörga stemninguna. Axel var léttur í lund og mikill gleðimaður. Þessi eðliseinkenni löðuðu fólk að honum, enda naut hann mikilla vinsælda eigi aðeins í hópi okkar bekkj- arsystkinanna, heldur síðar meðal þeirra, sem með honum störfuðu eða áttu við hann skipti í hinum ýmsu störfum, er hann gegndi í lífinu. Glaðlyndi Axels kom sér einnig vel fyrir hann í baráttu við ýmsa erfiðleika, sem hann þurfti við að stríða vegna heilsubrests, sem leiddi alloft til erfiðrar læknismeðferðar og skertrar starfsorku. Axel Ólafsson hlýtur að vera öllum þeim minnisstæður, sem honum kynnt- ust. Hann var góður félagi og í hvívetna drengur hinn besti. Til starfa hans þekkti ég ekki, en af viðræðum við hann er mér kunnugt um, að hann hafði mikinn áhuga á að koma innheimtumálum Ríkisútvarpsins í gott horf. Ekki veit ég, hversu góður juristi hann var, en tel sennilegt, að það hafi verið eins og gengur og gerist. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og var fróður um mörg efni. Þótt heilsufarið hafi oft reynst Axel erfitt, hygg ég, að hann hafi átt margar glaðar og góðar stundir og talið sig vera gæfumann, þegar á allt var litið. Hann eignaðist góða vini og félaga, sem hann hafði ánægju af að blanda geði við, en 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.