Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 47
Á ví<> oií dreif 10. ALÞJÓÐAÞING LÖGFRÆÐINGA Dagana 16.-21. ágúst sl. var 10. alþjóðaþing lögfræðinga haldið í fjölmenn- ustu borg Suður-Ameríku, Sao Paulo í Brasilíu. Að þinginu standa frjáls samtök, „World Peace Through Law Center“. í því eru dómarar, lögmenn, lagaprófessorar og aðrir lögfræðingar í 148 þjóðlöndum um heim allan. Fyrsta þingið var háð ( Aþenu 1963. Lítil þátttaka var að hálfu íslenskra lögfræðinga fyrstu árin. En í Washington 1975, Manila á Filippseyjum 1977, í Madrid 1979 og nú í Sao Paulo voru íslenskir lögfræðingar, nú lögmennirnir Páll S. Pálsson, dr. Gunnlaugur Þórðarson og Sigurður Georgsson. Þeir nutu til þess nokkurs styrks frá Lögmannafélagi íslands. Þingið sátu um 1600 lögfræðingar, og ríkti almennari áhugi á þessu þingi en nokkru sinni hefur fyrr verið á slíkum þing- um, á sameiginlegri lausn ýmissa vandamála eftir lögfræðilegum leiðum. Meðal málaflokka, sem teknir voru fyrir á þinginu má nefna: Ný alþjóðleg skipun efnahagsmála. Réttindi og skyldur alþjóðlegra fyrirtækja. Lögfræði- aðstoð við efnalítið fólk. Flugréttur. Endurbætur laganáms. Lög um um- hverfisvernd. Hafrétturinn. Tjáningarfrelsi og forgangshömlur. Alþjóðleg skatta- mál. Lög og tækni. Alþjóðleg verndun mannréttinda. Fjárfesting milli landa í fasteignum. Bann gegn notkun kjarnorkuvopna í Suður-Ameríku. Félagsfræð- in, sakamálafræðin og löggjafinn. Sifjalög og skipan sifjamála. Einstaklings- eignir. Orkulög. Alþjóðleg heilbrigðislög. Gerðardómur í deilum vegna alþjóð- legra samninga. Utanríkisverslun og fjárfesting. Lög um ferðir og samgöngur. Páll S. Pálsson tók til máls undir dagskrárliðnum ,,Orkulög“. Skýrði hann frá sérstöðu íslands í orkumálum með tilliti til náttúruauðæfa landsins og mikillar óbeislaðrar orku. Þá voru að venju haldin sýniréttarhöld í alþjóðadómstólnum, að þessu sinni undir forsæti dr. Ernst Benda, forseta Hæstaréttar Vestur-Þýskalands. Málið fjallaði um ábyrgð á tjóni af völdum kjarnorkuvopna. Þingið samþykkti miklar og ítarlegar ályktanir í áðurnefndum málaflokkum og fleirum og lét frá sér fara ávarp, mjög skorinort. Er ávarpið þirt hér á eftir: Undir lok ráðstefnunnar hélt formaður samtakanna, World Peace Through Law Center, Charles S. Ryhne, fund með landsformönnum allra þeirra landa, sem áttu fulltrúa á ráðstefnunni. Þar var meðal annars ákveðið að stefna að því eftir mætti að XI. alþjóðaráðstefna lögfræðinga yrði í Peking 1983, XII. alþjóðaráðstefnan í Vestur-Berlín 1985 og sú XIII. í einhverju Afríkuríkinu á árinu 1987. Landsformaður samtakanna hérlendis er undirritaður og veitir hann upplýsingar um samtökin. Það þótti tíðindum sæta, að á þinginu var í fyrsta sinn stofnað til alþjóða- samtaka saksóknara. pá„ s_ pá(sson 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.