Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 42
Ávíð oíí dreií AÐALFUNDUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 1981 Aðalfundur Dómarafélags íslands 1981 var haldinn 29. og 30. október s.l. í Tollhúsinu í Reykjavík. Formaður félagsins dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari setti fundinn og bauð gesti velkomna. i upphafi ræðu sinnar gerði formaður að umtals- efni, að félagið væri fertugt um þessar mundir, en upphaf þess væri stofnun félags héraðsdómara um miðjan október 1941. Voru stofnendur 14, þar af 11 sýslumenn, og eru tveir þeirra ennþá félagsmenn, þeir Páll Hallgrímsson á Selfossi og Jóhann Salberg Guðmundsson á Sauðárkróki. Heiðursfélagi D.Í., Torfi Hjartarson fyrrv. tollstjóri, var einnig meðal stofnenda svo og nokkrir aðrir fyrrverandi héraðsdómarar, sem eiga aðild að félaginu. Raunar ná rætur félagsins enn lengra aftur í tímann eða til ársins 1924, er hið svo- nefnda valdsmannafélag var stofnað. Fyrsti formaður félagsins og frumkvöðull að stofnun þess var Gísli Sveins- son sýslumaður og síðar sendiherra. Árið 1957 var nafni félagsins breytt í núverandi horf og tók þá til allra dómara landsins. Skipulagi félagsins var breytt 1967, og urðu þá Sýslu- mannafélagið og Dómarafélag Reykjavíkur sérstakar deildir innan félagsins, en þessi félög starfa bæði sjálfstætt og fara með hagsmunamál félagsmanna sinna, að því leyti sem þau mál heyra ekki undir DJ. Hefur þetta skipulag reynst vel. Innan vébanda félagsins eru nú allir dóm- arar landsins og margir fyrrverandi dómarar svo og ýmsir embættismenn, sem starfa að málum er tengjast dómvörslu eða réttargæslu með ýmsum hætti. Eru félagsmenn nú 73 talsins svo og 14 fyrrverandi dómarar. Lokaorð Ármanns voru þessi: „Langt verður þess sjálfsagt að bíða, að nokkurt ár verði helgað dómstól- unum og nefnt ár dómstólanna hér á landi. Á því er þó ekki vanþörf, því að dómstólar eru að verða þær þjóðfélagsstofnanir hér á landi, sem einna van- búnastar eru til að gegna þeirri verkefnabyrði, sem á þær hleðst. Það vill gleymast, að dómsvaldið er sjálfstæð grein ríkisvaldsins. Sæmd íslenska lýð- veldisins liggur við, að miklu betur verði gert til dómstóla landsins um mann- afla, vinnuskilyrði öll, húsnæði og tækjakost. Minnumst þess, að greið og örugg dómgæsla er einn af landstólpum lýðræðisríkis. Með þessum orðum og þeirri bjargföstu trú, að vel muni skila á næstunni til nauðsynlegra endur- bóta, leyfi ég mér að setja dómaraþing á 700 ára afmæli vorrar landslaga- bókar.“ 36

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.