Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 3
rniAim- — iik.iHi:m\<>\ 2. HEFTI 32. ÁRGANGUR SEPTEMBER 1982 HÆSTARÉTTARLÖGIN OG LÖGRÉTTUFRUMVARPIÐ Breytingar þær, sem gerðar voru á hæstaréttarlögunum á s.l. vori með lögum nr. 67/1982, hafa illu heilli leitt til þess, að enn hefur tafist, að endan- leg afstaða væri tekin til lögréttufrumvarpsins og þeirra hugmynda um hraðari meðferð dómsmála og aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds, sem frumvarp- ið er grundvallað á. í fljótu bragði kann að sýnast, að fjölgun dómara við Hæstarétt úr 7 í 8, en það ákvæði eitt í hinum nýju lögum skiptir hér máli, varði ekki lögréttumálið. Þarna eru þó tengsl á milli. Dómurum í Hæstarétti hefur á tæpum áratug fjölgað úr 5 í 8. Sú stefna felur í sér, að Hæstiréttur verði deildaskipt stofnun þar sem meirihluti getur farið eftir tilviljun. i þjóð- félagi okkar er hann þá ekki lengur Hæstiréttur, sem hefur að aðalhlutverki að dæma mikilvægustu mál og stuðla að réttareiningu, heldur almennur dómstóll til að sinna áfrýjunarmálum af öllu tagi, þar á meðal smámálum. Lögréttufrumvarpið myndi, ef lögleitt væri, gera Hæstarétti kleift að einbeita sér að því, sem mestu skiptir á starfssviði hans, og það myndi jafnframt tryggja, að mikilvægustu málin yrðu á fyrsta dómstigi dæmd af dómendum, sem ekki væru jafnframt stjórnsýslustarfsmenn. Lögréttulög myndu með öðrum orðum stuðla að því, að á landi okkar væri sæmilega nútímaleg réttar- farslöggjöf. Þegar þetta er skrifað, 30. ágúst 1982, er ekki kominn út sá hluti umræðu- parts Alþingistíðinda frá síðasta þingi, sem geymir ræður um hæstaréttar- frumvarpið eftir 1. umræðu í síðari deild. En í því, sem komið er á prent, kemur í ijós, að áhugi á framgangi lögréttumálsins er eða var lítill. Dóms- málaráðherrann, Friðjón Þórðarson, sagði m.a. í framsöguræðu sinni í Efri deild 16. nóvember 1981: ,,Með þessu frv. er enginn dómur í sjálfu sér lagður á lögréttufrumv. Það hefur legið fyrir nokkrum þingum, en ekki vakið sér- staka athygli hv. alþm. En á hitt er að líta, að það verður lagt til hliðar nú um sinn. Hver er tilgangur lögréttufrumv.? Hann er einmitt sá sem hér er leitast við að ná ... Ég er alls ekki að segja, að með því frv., sem ég hef 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.