Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 50
Ávíð og dreif FERÐ DOMARA TIL DANMERKUR OG SUÐUR- SVÍÞJÓÐAR 1981 Dómarafélag íslands efndi til náms- og kynnisferðar til Danmerkur og Suður-Svíþjóðar dagana 1.-10. október síðastliðið haust. Völdust 16 dóm- arar til fararinnar, en einn félagsmaður bættist í hópinn í Kaupmannahöfn og tók þátt í heimsókninni. Dómararnir voru gestir á aðalfundi danska dómara- félagsins 2. og 3ja október, sem haldinn var á hótel d’Angleterre við Kóngs- ins nýja torg. Var mjög gagnlegt að hitta danska starfsbræður, skiptast á skoðunum við þá og stofna til kynna. Meðal umræðuefna á aðalfundinum voru ýmsar breytingar á starfsemi og starfsháttum danskra dómstóla. í umræðum kom margt athyglisvert fram og var næsta fróðlegt að fylgjast með þeim, því að skoðanir voru æði skiptar um mörg atriði. Þá flutti Ole Bohr dómari í Fredericia á Jótlandi erindi um uppruna danskra dómara, þ.e. hvaðan þeir kæmu úr þjóðfélaginu. Kvað Ole Bohr þá koma nær ein- göngu úr fjölskyldum vel stæðra borgara og háskólamenntaðra og þótti það mjög miður. í máli hans var margt býsna nýstárlegt og róttækt, t.d. vildi hann ekki, að dómarar væru sveipaðir skykkjum í réttarhöldum, kvað þær minna helst á Klu Klux Klan eða þá frímúrara. Margir tóku til máls eftir erindi Ole Bohr og voru ósammála flestum sjónarmiðum hans og álykt- unum. Töldu þeir, að danska dómarastéttin væri vel boðleg sem fulltrúi dönsku þjóðarinnar, hvorki betri né verri. Föstudagskvöldið 2. október var íslensku dómurunum boðið í glæsilegt kvöldverðarhóf félagsins á hótel d’Angleterre. Var það mjög skemmtilegt samkvæmi. Seinni fundardaginn snerust umræður einkum um hagsmunamál danskra dómara, s.s. starfskjör og kjarasamninga, þ. á m. skipulagningu þeirra og samstarf við aðra hópa háskólamanna. Kom greinilega fram, að þeir væntu ekki neinna grunnkaupshækkana á árinu sem er að líða. Síðdegis þennan dag hafði Einar Ágústsson sendiherra og kona hans síðdegisboð fyrir hópinn í sendiherrabústaðnum. Var mjög ánægjulegt að heimsækja þau hjónin á heimili þeirra, sem er í einu úthverfi borgarinnar. Árla mánudagsmorgns 5. október var farið í heimsókn í Köbenhavns byret, en hann er til húsa við Nýjatorg. í fundarsal dómhússins tóku á móti hópnum N. C. Bitsch yfirborgardómari og Marie Louise Andreasen borgar- dómari og fleiri dómarar. í upphafi gerðu gestgjafar nokkra grein fyrir starf- semi borgardómsins almennt og að því loknu skiptu íslensku dómararnir sér niður á hinar ýmsu deildir og fylgdust með þinghöldum og öðru starfi. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.