Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 26
Jónatan Þórmundsson prófessor: ÖRYGGISGÆZLA OG ÖNNUR ÚRRÆÐI SKV. 62. GR., SBR. 63. GR. HGL. I. INNGANGUR Geðtruflanir og aðrir andlegir annmarkar hafa margs kyns áhrif á viðurlög sakhæfra brotamanna. Refsidómur kann m.a. að vera skil- orðsbundinn af þeim sökum, sbr. Hrd. XLIV, bls. 310. Frestun fullnustu eða refsiákvörðunar má binda því skilyrði, að aðili gangist undir dvöl á hæli tiltekinn tíma, ef nauðsyn þykir til bera, allt að 18 mánuðum, er venja þarf hann af notkun áfengis eða deyfilyfja, en ella allt að 1 ári, sbr. 4. tl. 3. mgr. 57. gr. hgl. Slík dvöl á hæli er skilyrði, en ekki skylda. Dómþoli yrði því ekki fluttur þangað með valdi, og óheimilt væri að hefta för hans af hælinu, sjá hins vegar 59. gr. hgl. um afleiðingar skilorðsrofa. Drykkjusjúkan brotamann má dæma til að sæta hælisvist til lækningar skv. 65. gr. hgl., enda sé brot hans framið undir áhrifum áfengis. Ennfremur má neyta þeirra úrræða, sem kveðið er á um í 11. gr. 1. nr. 39/1964. Andlegt ástand manns getur gefið tilefni til að beita hann öryggisráðstöfunum skv. 66. og 67. gr. hgl. Skammvinnar geð- truflanir geta leitt til þess, að refsing sé færð niður eða látin falla brott, sbr. 75. gr. hgl. Auk þess kunna andlegir annmarkar að hafa áhrif til málsbóta, þegar refsing er ákvörðuð innan þeirra refsimarka, sem við eiga hverju sinni. Margvísleg viðurlög og úrræði koma til greina gagnvart ósakhæfum brotamönnum og þeim, sem ekki eru móttækilegir fyrir refsingu skv. 16. gr. hgl. Ýmis refsikennd viðurlög verða jafnt dæmd á hendur sak- hæfum mönnum sem ósakhæfum, t.d. réttindasvipting og eignarupp- taka. Ef sýknað er af öllum kröfum ákæruvalds, sleppur hinn brotlegi við öll viðurlög og úrræði refsivörzlukerfisins. Engu að síður geta stjórnvöld eða vandamenn þurft að gera ráðstafanir til að afstýra frek- ari brotum hans í framtíðinni. Getur þá svo farið, að hinn brotlegi verði 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.