Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 7
JÓN EDWALD RAGNARSSON Þann 10. júní sl. andaðist Jón E. Ragnarsson hrl. að heimili sínu. Hann var fæddur 24. des- ember 1936, sonur Matthildar Edwaldínu Ed- wald, dóttur Jóns Edwald á ísafirði. Var móðir Jóns í daglegu tali nefnd ína Edwald. Faðir hans var Agnar Norðfjörð hagfræðingur, sem rak kaupsýslu í Reykjavík til dauðadags 19. janúar 1982. ína Edwald giftist Ragnari H. B. Kristinssyni forstjóra árið 1940, en hann ætt- leiddi Jón og kenndi Jón sig við kjörföður sinn. Jón ólst upp á heimili móður sinnar og kjör- föður að Frakkastig 12, og var það heimili mjög rómað að myndarskap og gestrisni. Áttu æskufélagar Jóns þar margar og eftirminnileg- ar ánægjustundir enda varð Jón fljótt vinmarg- ur, og var vinahópur hans ærið margvíslegur, þótt skólafélagar væru þar í meirihluta. Jón var einn vetur í Menntaskólanum á Akureyri en stundaði menntaskólanám að öðru leyti í MR og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1957. Honum sóttist námið vel miðað við, að hann var ónískur á tíma sinn og tók á þessum árum mikinn þátt í félagslífi, m.a. lék hann í Herranótt. Þá las hann heilmikið auk námsbókanna, einkum um þjóð- félagsmál, og var hann prýðilega lesinn á því sviði. Að stúdentsprófi loknu settist hann [ lagadeild Háskóla íslands, en jafn- framt var hann blaðamaður við Morgunblaðið og hafði á hendi ýmis störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem að hann gaf sig auk þess mjög að félags- málum stúdenta þá þegar og öli háskólaárin, teygðist nokkuð úr laganáminu, en embættisprófi i lögfræði lauk Jón í janúar 1966 með 1. einkunn. Var í rauninni merkilegt hvað hann kom mörgu f verk á þessum árum, en Jón var fljótvirkur og átti gott með að ná tökum á þeim verkefnum, sem honum voru falin á félagsmálasviðinu. Hann var t.d. formaður Stúdentaráðs eitt kjörtíma- bil, sat þá jafnframt sem fulltrúi stúdenta í háskólaráði, og ritstjóri Úlfljóts var hann 1960-61. Frá störfum sínum að félagsmálum stúdenta minntist hann sér- staklega samvinnunnar við Ármann Snævarr þáverandi prófessor og háskóla- rektor, sem hann mat þá og æ sfðan ákaflega mikils. Sem ritstjóri Úlfljóts var hann frumkvöðull að þeirri nýjung að láta Ijósrita torfengna árganga. Sjálfur ritaði hann lögfræðigreinar í blaðið, en það hefur jafnan talist til und- antekninga, að laganemar birti eigin ritsmíðar í blaði sínu. Minntist hann alls þessa með ánægju og hefði ritstjórn og blaðamennska áreiðanlega legið vel fyrir honum. Það var einmitt á þessum árum sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Var Jón þá orðinn æfður og snjall fundarmaður. Hér að framan er þess getið, að Jón lék í Herranótt á menntaskólaárum sínum, og hann kunni ævinlega vel við sig I sviðsljósinu. Var hann hugmyndaríkur og mælskur í ræðustól og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.