Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 71
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi: HVER ERU MANNRÉTTINDI KVENNA? Sú undirskriftasöfnun sem Þór Vilhjálmsson gerir að umtalsefni í í grein sinni hér á undan hefur farið fyrir brjóstið á mörgum lög- spekingum. Finna þeir henni sitthvað til foráttu en þó einna helst það að með henni hafi konurnar sem að henni stóðu, gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöður „sjálfstæðra, óhlutdrægra dómstóla“ og þar með ógnað réttaröryggi einstaklinganna. Ég neita því ekki að mér, og örugg- lega fleiri konum, væri það mikið ánægjuefni ef þessi undirskrifta- söfnun gæti haft áhrif á viðhorf dóms- og réttarkerfisins til nauðgunar- brota, þannig að það líti þau jafn alvarlegum augum og hegningarlög- in gera ráð fyrir. Hitt er ekki rétt að við séum áhugamenn um skert réttaröryggi, — við viljum hins vegar tryggja eins og kostur er ör- yggi þeirra kvenna sem verða fyrir nauðgunum bæði í nútíð og fram- tíð. ÖRYGGI KVENNA AÐ ENGU HAFT En áður en lengra er haldið ætla ég að rifja upp fyrir lesendum VERU hvernig það tiltekna mál, sem varð hvati undirskriftasöfnunar- innar, gekk fyrir sig. 1 maí s.l. var maður nokkur handtekinn fyrir að nauðga stúlku á Hverfisgötunni og gera tilraun til að nauðga annarri. Hann játaði umsvifalaust þessi afbrot. Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á að hann yrði látinn sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 1. töluliðar 67. greinar laga um meðferð opinberra mála en þar segir m.a. að gæsluvarðhaldi skuli að jafnaði beita, „ef ætla má, að sökunautur muni torvelda rannsókn málsins". Sakadómur Reykjavíkur synjaði gæsluvarðhaldsbeiðninni. Grein þessi er hér með leyfi höfundar endurprentuð úr Veru, tímariti Kvennaframboðsins í Reykjavík og Samtaka um kvennalista (5.- 6. tbl. 1984). Er hún svar við forystugrein Þórs Vilhjálmssonar í Tímariti lögfræðinga, 4. hefti 1983. Svargrein Þórs Vilhjálmssonar fylgir hér í heftinu (Ritstj.). 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.