Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 3
rniAiíii— TÖI.IITTIHV.A 2. HEFTI__35. ÁRGANGUR_OKTÓBER 1985 STJÓRNVALD EÐA DÓMSTÓLL í BARNARÉTTARMÁLUM? Þróunin í barnarétti hin síðari ár hefur orðið á þann veg ao auka réttindi barnsins í flestum málum, sem það snerta. Lögin gera ráð fyrir því, að for- eldrar barns séu að öðru jöfnu hæfastir til að gæta hagsmuna þess, og yf- irleitt er það svo, að hagsmunir foreldra og barna þeirra falla saman. Þegar hagsmunir foreldra og barna rekast á, segja lögin skýrum stöfum, að það séu hagsmunir barnsins, sem skuli ráða. Það, sem barni er fyrir bestu, er allsráðandi. Þetta er einföld regla á pappírnum, en veldur miklum erfiðleik- um í framkvæmd. — Nú er viðurkennt í auknum mæli, að börn séu sjálfstæð- ir réttaraðilar og eigi rétt á að gæta hagsmuna sinna, einnig I deilumálum, sem snerta réttindi foreldra. Þessi þróun kemur fram I barnalögum allra Norð- urlanda með ákvæðum um meðákvörðunarrétt og sjálfsákvörðunarrétt barns- ins. Miklar umræður eru um allan hinn vestræna heim um, að rétt sé að skipa barni sérstakan talsmann í þessum málum til þess að tryggja réttarstöðu þess, og eru slík ákvæði komin í löggjöf margra ríkja Bandaríkjanna. Hagsmunir foreldra og barna rekast á, þegar foreldrar deila um forsjá barna sinna við skilnað eða sambúðarslit, og einnig þegar hið opinbera dreg- ur í efa hæfni foreldranna til að annast börnin. Þessi mál eru hin mikilvægustu, sem upp koma, og skipta sköpum um alla framtíð barnsins. Hvernig er búið að þessum málum hér á landi? Hvaða hagsmunir sitja í fyrirrúmi? Eru það hagsmunir barnsins, foreldranna, ríkisins? Er réttaröryggis nægilega gætt, þegar úrskurðað er um forsjá barns eða töku barns af heimili? Norðurlönd hafa um langt árabil haft nokkra sérstöðu í meðferð þessara mála, sérstaklega barnaverndarmála, þar sem nefndir kosnar af sveitarfélög- um hafa úrskurðað í barnaverndarmálum í stað dómstóla. Norðurlöndin, og þá sérstaklega ísland, Danmörk og Noregur, hafa einnig haft sérstöðu í skiln- aðarmálum, en þar á sú regla sér aldalanga hefð, að stjórnvöld veiti leyfi til skilnaðar og úrskurði um ágreining í sambandi við skilnað. Þótt einnig sé heimilt að leita skilnaðar fyrir dómstólum, þá er sú leið nær aldrei farin hér á landi. Stjórnvaldsleiðin er almennt viðurkennd, hún er óformleg, fljótfarin og kostnaðarlítil. Stjórnvöld hafa mikla reynslu í meðferð þessara mála og 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.