Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 45
Erla S. Árnadóttir lögfræðingur: TÖLVUR OG HÖFUNDARÉTTUR 1. VERND TÖLVUHUGBÚNAÐAR. Erlendis hafa umræður um réttindi höfunda tölvuhugbúnaðar staðið í meira en 15 ár. Tölvuhugbúnaður virðist í fljótu bragði bæði geta átt samstöðu með uppfinningum, sem veita má einkaleyfi fyrir, og einnig geta talist til hugverka. Mörgum, sem um þetta efni hafa fjallað, þótti í fyrstu eðlilegt að tölvuhugbúnaður nyti einkaleyfisverndar. Niður- staðan hefur þó í höfuðdráttum orðið sú að svo sé ekki. 1 evrópskum einkaleyfis-sáttmála, sem gerður var í Múnchen árið 1973, er beinlínis tekið fram að einkaleyfi verði ekki veitt fyrir framleiðslu tölvuhugbún- aðar. Nokkur lönd, m.a. Danmörk, hafa sett ákvæði þessa efnis í einka- leyfislög sín og bandarískir dómstólar hafa komist að sömu niðurstöðu. Rökin fyrir því að tölvuhugbúnaður falli ekki undir lög um einkaleyfi eru þau að hann sé ekki uppfinning í skilningi laganna, sé ekki hug- mynd eða aðferð til efnislegrar breytingar á umhverfinu, heldur ein- ungis leiðbeining fyrir andlega starfsemi á sama hátt og t.d. reikniað- ferðir, bókhaldsaðferðir o.s.frv. Vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur um það, eftir hvaða reglum beri að vernda hugbúnað, hefur Alþjóðahugverkastofnunin, WIPO, nú samið uppkast að löggjöf um hugbúnað. Þar er gert ráð fyrir vernd sem svipar mjög til höfundaréttarverndar. Skoðanir hafa þó verið skiptar um þörfina á að samþykkja slíkan alþjóðasáttmála vegna þess hvaða stefnu dómaframkvæmd og lagasetning1 hafa tekið allra síð- ustu ár. Dómstólar í Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar hafa slegið því föstu að tölvuhugbúnaður geti notið höfundaréttarverndar.1) Tölvu- forrit eru nefnd sérstaklega í bandarísku höfundalögunum2) eftir 1) Sjá t.d. dóm bandarísks áfrýjunardómstóls í málintt Williams Electronics Inc. v. Artic International Inc., 685 F 2d 870 (3rd Cir. 1982). 2) Section 101 og 117. 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.