Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 6
Við Árni kynntumst fyrst 1941 og var ég samstarfsmaður hans fyrstu starfs- ár mín. Af Árna lærði ég margt sem ég get ekki fullþakkað. Þótt breytingar yrðu á störfum héldum við alltaf kunningsskap og samskiptum. Þó varð nokkur breyting á eftir að hann gekk í utanríkisþjónustuna. Sambandi héld- um við þó til hinstu daga hans. Árni var vörpulegur maður á velli og bar sig vel. Hann kunni vel að vera með höfðingjum, eins og sagt var að fornu. Höfðingi var hann heim að sækja. Skapgerð hvers manns er ofin úr mörgum þáttum. Árni var listhneigður, lék vel á slaghörpu og var drátthagur. Þrátt fyrir mikið veraldarvafstur hygg ég að honum hafi liðið best þegar hann dvaldi í Suðurkoti og gat setið á bökk- um Sogsins með teikniblokkina sína og rissað upp það sem hann sá og skynjaði. Árni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðbjörg Pálsdóttir. Þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru Tryggvi framkvæmdastjóri og myndlistarmaður og Arndís bókasafnsfræðingur og húsmóðir. Siðari kona Árna var Sigrún Ögmundsdóttir. Þau voru barnlaus. Öllum ástvinum Árna flyt ég samúðarkveðju mína persónulega og íslenskra lögfræðinga. Benedikt Sigurjónsson JÓHANN SKAPTASON Jóhann Skaptason, fyrrverandi sýslumaður Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti Húsavíkur, lést 17. október sl. á heimili sínu að Túni á Húsa- vík, 81 árs að aldri. Hafði hann þá gegnt sýslu- mannsembætti í tæp 40 ár, alla tíð af einstakri trúmennsku, festu og reglusemi. Jóhann Skaptason fæddist að Litlagerði í Grýtubakkahreppi 6. febrúar 1904. Foreldrar hans voru Skapti Jóhannsson, bóndi þar, og og kona hans, Bergljót Sigurðardóttur. Faðir Jóhanns féll frá aðeins fertugur að aldri. Var Jóhann þá á fjórða ári, einn sjö systkina, sem móðir þeirra stóð uppi með. Þrátt fyrir fátækt tókst Jóhanni að brjótast til mennta. Lauk hann gagnfræðaprófi á Akureyri vorið 1921. Á árun- um 1924-27 var hann í hópi nokkurra ungmenna, sem réðust í að lesa fyrir stúdentspróf við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Vor- ið 1927 fór hópurinn til Reykjavíkur og luku allir stúdentsprófi utan skóla frá Menntaskólanum í Reykjavik þá um vorið. Sumarið eftir fékk Gagnfræðaskól- inn á Akureyri leyfi til að útskrifa stúdenta. Haustið 1927 settist Jóhann Skaptason í lagadeild Háskóla íslands og lauk embættisprófi í febrúar 1932. Hóf hann síðan störf hjá Olíuverslun íslands, en 1935 fór hann utan til frekara náms. Lagði hann stund á þjóðarétt i Manchester á Englandi og síðan f Kaupmannahöfn. Hefði það nám ef til vill orðið lengra, 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.